Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 112

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 112
110 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVAIU skjali sem fylgdi stjórnarskrárfrumvarpi alþingis var þegnsamlegast farið þess á leit við Hans Hátign, að hann með konunglegri tilhlutun útvegi Islandi 60,000 rd árgjald og fyrir því yrðu útgefin óuppsegjanleg ríkisskuldabréf. Og birtist þar gamall fjármáladraumur Jóns Sigurðssonar. Alþingi íslendinga hafði afgreitt sína fyrstu stjórnarskrá. Þegar því var slitið, má með fullum rétti segja, að Hilmar Finsen hali verið sigurvegari þessa þinglokadags. Hann hafði bæði með mýkt og kænsku komið stjórnarskrár- frumvarpinu heilu í höfn, en hann vissi það fullvel, að hann átti það mest að þakka forseta þingsins, Jóni Sigurðssyni. Enda flutti hann þessum manni mikið hrós í lokaræðu sinni: — því honum ber það lof, sagði hann, að eins og hann í svo mörgu öðru hefur verið um langan tíma fósturjörðu sinni til gagns og sóma, hefur hann einnig á þessu þingi með ágætum kröftum sínum fremur öðrum unnið henni í hag með því í orðum og verkum að styðja til þess, að samkomulag geti náðst um það allsherjarmál, sem þinginu var fengið til með- ferðar. Þinglokaræða Jóns Sigurðssonar var mjög athyglisverð. Hann kvað ekki unnt að segja það fyrir, hverjar undirtektir stjórnarskrárfrumvarp alþingis mundi fá á æðri stöðum. En þótt það fengi ekki náð fyrir augum konungs þótt- ist hann viss um, að nýtt lrumvarp yrði lagt fram annaðhvort fyrir Þjóðfund eða nýtt alþing. Og í þriðja skipti á þessu þingi minntist Jón Sigurðsson ský- lausra orða „hins háttvirta manns, sem hefur verið fulltrúi konungs á þessu þingi, fyrir því, að þetta þing hafi samþykkisvald í þessu máli og að vér getum verið vissir um, að ekki verði hér neitt lögleitt um það móti vilja þingsins eða atkvæði." Jón Sigurðsson ætlaði sýnilega ekki að sleppa takinu á konungs- fulltrúanum, Hilmari Finsen stiftamtmanni. Síðan fór hann nokkrum orðum um þá stjórnarskrá, sem nú hafði verið afgreidd á þingi. Hann er vissulega ekki yfir sig hrifinn af henni. Það vottar jafnvel fyrir dulinni óánægju: „Vissulega þurfum vér ekki að hugsa svo sem vér höfum leyst eitthvert algjört eða fullkomið verk af hendi, það ber vott þess, að það er byggt á samkomulagi frá ýmsum hliðum,“ sagði hann með nokkurri ólund. „Þó ber að fagna því frelsi, sem frumvarpið býður, öruggir og vongóðir, ekki til þess að leggjast til hvíldar, eins og allt sé fengið, þegar fengin er stjórnarskrá, heldur til þess að færa oss í nyt það sem fengið er, því vér skulum vita, að frelsið þolir ekki dáðlausa hvíld, né hugsunarlaust sjálfræði, heldur þarf fjöruga starfsemi og vakandi áhuga til þess að halda því við og njóta ávaxta þess ..." I Jóni Sigurðssyni bjó liinn eirðarlausi Faust, hverjum tilveran var linnulaus athöfn. I ágústmánuði 1867 andaðist Leuning, dómsmálaráðherra Danmerkur, sá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.