Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 44

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 44
42 HARALDIIR ÓLAFSSON ANDVARI 19. aldar. Hér verður sú saga ekki rakin. Hins vegar er fróðlegt að atliuga örlítið nánar þessa merkilegu menningu Eskimóa eins og hún hélzt við og þróaðist um aldaraðir við aðstæður, sem voru svo erfiðar, að furðulegt má telja, að mannlíf skyídi ekki með öllu deyja út þarna á norðurhjara veraldar. 1. Upphaf hinnar vísindalegu Eskimóafræði er að finna hjá þeim dönskum mönnum, sem fyrstir tóku að rita um uppruna og þjóðflutninga Eskimóa á Græn- landi. H. Rink var maður nefndur. Hann starfaði á Grænlandi síðari hluta 19. aldar og skrifaði margar bækur og ritgerðir um uppruna Eskimóa. Rink var frá- bær vísindamaður og þekkti öllum mönnum betur sögu og tungu Eskimóa. Hann hélt fram þeirri skoðun, að Eskimóamenningin hefði orðið til inni í landi í Kanada, þar sem Eskimóar stunduðu fiskveiðar í vötnum og fljótum. Þaðan héldu þeir til sjávar og stunduðu selveiðar í sjó á svipaðan hátt og þeir höfðu áður stundað fiskveiðar í fljótunum. Rink hafði sem sé fyrstur manna gert sér grein fyrir því, að menning Eskimóa er ofin úr tveimur frumþáttum: annars vegar veiði spendýra í sjó og hins vegar veiði hreindýra og fiskveiði inni í landi. Rink vakti einnig fyrstur manna máls á því, að hin sérstæða Eskimóamenning einkenndist fyrst og síðast af þessari seinni tíma aðlögun að hafinu. Þessar kenn- ingar Rinks eru enn í dag undirstaðan að öllum umræðum um upphaf Eski- móamenningarinnar. Landi hans, Steensby, tók allt þetta mál til athugunar og birti niðurstöður sínar í tveimur bókum, sem komu út 1905 og 1917. Steensby kannaði alla þekkta Eskimóahópa og landfræðilegar aðstæður á hverjum stað. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að frumheimkynni Eskimóamenningarinnar (ekki Eskimóa) væru í Norður-Ameríku, nánar tiltekið við Coronation Bay norð- anvert við Hudson-flóa. Það má segja urn Steensby, eins og reyndar Rink líka, að verk hans em grundvöllur allrar umræðu um Eskimóa, en hins vegar eru ekki allir sammála um niðurstöður hans. Kaj Birket-Smith er lærisveinn Steenbys, en hefur mjög sjálfstæðar skoðanir á uppruna Eskimóamenningarinnar. Hann hefur rakið þróunarstig hennar, eins og þau korna honum fyrir sjónir. Elzt er proto-eskimóamenningin, sem einkenn- ist af hreindýraveiðum inni í landi. Hrein-Eskimóar vestanvert við Hudsonflóa hafa til skamms tíma verið ágætir fulltrúar þess menningarstigs. Paleo-eskimóa- stigið einkennist af aðlöguninni að hafinu. Sel- og rostungsveiði verður mikil- væg, og loks kemur til sögunnar Neo-Eskimóastigið, og hafa þá bætzt við hval- veiðar á opnum bátum. Neo-eskimóamenningin átti upptök sín við Beringssund, en breiddist svo út í tvær áttir og var ríkjandi á Grænlandi og á Labrador. Loks er eschato-eskimóastigið, sem er samruni selveiða og hreindýraveiða. Þetta menn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.