Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 43
ANDVARI
GUÐIR OG SELIR í TRÚARBRÖGÐUM ESKIMÓA
41
En þótt mannlíf sé hart um allt norðurhvel jarðar, mun ehhi ofmælt, að Eshimóar
húi við krappari kjör en allir nágrannar þeirra og þeim hafi tekizt að ráða fram
úr þeirn vanda að vera til á þann hátt að undrun og aðdáun hlýtur að vekja. Þeir
hafa fært sér í nyt náttúrugæðin og aðlagazt umhverfi og staðháttum á þann veg,
að vart verður um bætt. Staðhættir og veðurfar á norðurslóðum eru þannig, að
ekki er hugsanlegt fyrir menn að setjast þar að, nema þeir ráði yfir vissri tækni
og menningu. Af þeim sökum er talið ólíklegt, að aðrir en sæmilega siðaðir hópar
hali í upphafi flutzt þangað. Elins vegar er augljóst, að umhverfið hefur mótað
þá sérstæðu eskimóamenningu, sem þarna hefur þróazt um aldaraðir. Það, sem
einkennir þessa menningu, er hve efni það, sem þar er til og nothæft, er ger-
nýtt. Eskimóar nota grjót, torf, ís og snjó til húsagerðar, klæði gera þeir af skinn-
um, báta sína úr skinni og rekaviði, vopn og verkfæri úr steini, rekavið og beini.
Þeir lifðu eingöngu á kjöti og fiskmeti, og átrúnaður þeirra var einvörðungu
tengdur veiðidýrum og veðri.
Eskimóar eru búsettir á svæðinu frá Deznev-höfða á Asíuströnd Beringssunds
til Austur-Grænlands. Þeir halast víðast við nálægt ströndinni og eru dreifðir urn
allar íshafseyjar Kanada. Það mun öruggt, að þeir hafi komið frá Asíu, en hve-
nær það hefur verið, er ógerlegt um að segja. Menning þeirra hefur verið að
mestu svipuð menningu annarra veiðimannahópa í Síbiríu norðanverðri, þegar
þeir komu yfir Beringssund. Ótrúlegt er, að Eskimóar hafi verið í hópi frum-
byggja Ameríku. Elin sérstæða menning þeirra er einstök í Ameríku, og við-
skipti þeirra við Indjána í Norður-Ameríku voru jafnan óvinsamleg í hæsta máta,
og menningarleg áhrif þessara hópa innbyrðis eru hverfandi. Hver eru þá þessi
sérstæðu menningareinkenni Eskimóa? 1 fyrsta lagi Iiin gagngera aðlögun þeirra
að veiðurn í íshafinu. Kaj Birket-Smith, einn merkasti Eskimóafræðingur vorra
tíma, hefur orðað það þannig, að menning Eskimóa sé fólgin í aðlögun þeirra
að hafinu og vagga hennar hafi staðið þar, sem sú aðlögun hófst.
Þessi aðlögun er merkilegust fyrir þá sök, að hún nálgast fullkomnun. Eski-
móar veiða sel á ísnum um háveturinn. Þegar vorar og ísa leysir, skutla þeir sel-
inn frá húðkeipum, og þeir elta uppi hvali á konubátum í auðum sjó og skutla
þá. Fisk veiða þeir í net, í gildrur og á færi. EIús sín byggja þeir úr snjó á ísn-
urn, og eru alltaf nálægt hafinu. En þeir veiða cinnig hreindýr á haustin og
fugla allt árið um kring.
Það, sem hér hefur verið sagt um menningu Eskimóa, á að sjálfsögðu fyrst
og fremst við um tímabilið fram að heimsstyrjöldinni síðari, en þá verður örlaga-
rík breyting á lifnaðarháttum Eskimóa bæði í Kanada og eins á Grænlandi. Að
vísu hafa evrópsk áhrif verið mikil á Grænlandi undanfarnar tvær aldir, og 1
Kanada hafa flestir Eskimóar lifað í nábýli við hvíta menn frá því á síðari hluta