Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 114
112
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
og skýtur því að dómsmálaráðherranum, að þrátt fyrir yfirlýsinguna geti hann
sem hægast lagzt í gegn því, að þingfrumvarpið verði samþykkt í heild, ef
stjórninni sýndust breytingar þingmanna óaðgengilegar.
En í annan stað telur Finsen enga von vera til þess, að nýtt frumvarp nái
fram að ganga á þingi, öllu heldur væri þess að vænta, að það yrði illvígara
viðskiptis en áður. Þrátefli i þessari langvinnu deilu mundi auka upplausn,
afturför og óánægju við stjórnina, sem litlu megi við bæta. „Og því óska eg
þess af heilum huga, að yðar hágöfgi gangið að frumvarpinu svo sem það er.“
Hilmar Finsen sér ekki nema tveggja kosta völ: að binda enda á stjórnarskrár-
deiluna með löglegum hætti eða láta sverfa til stáls og koma á fót einbeittri
einvaldsstjórn með ráðgefandi stéttaþingi í öllum sérmálum landsins.
Flilmari Finsen stiftamtmanni varð ekki að von sinni um, að danska stjórnin
gengi að því samkomulagsfrumvarpi til stjórnlaga, er hann átti svo drjúgan
þátt í að leiða fram til sigurs á alþingi 1867. Þegar hann var að verja afstöðu
sína á því þingi í bréfinu til Rosenörns-Teilmanns dómsmálaráðherra og rétt-
læta yfirlýsingu sína um samþykktarvakl alþingis, þá er eins og hann hafi
fundið það á sér sem veðurboða, að fyrir þau ummæli yrði ekki litið í náð til
hans frá hinu háa ráðuneyti í Kaupmannahöfn. Sú varð líka raunin. Þegar
danska stjórnin lagði fyrir alþingi 1869 Frumvarp til laga um stöðu íslands í
ríkinu, voru Hilmari Finsen, hinum trúa og holla danska embættismanni,
sendar snuprur í opinberu skjali, sem prentað var í Alþingistíðindunum frá því
þingi. 1 ástæðunum eða greinargerðinni fyrir frumvarpi þessu mátti lesa þessar
vítur á Hilmar Finsen stiftamtmann: „Þar sem konungsfulltrúi á alþingi
1867, til þess að greiða götu fyrir samkomulagi um frumvarp það til stjórnar-
skipunarlaga handa Islandi, sem þá var lagt fyrir það, veitti alþingi í þetta eina
skipti rýmra vald en heimilað er í tilsk. 8. marzmán. 1843 og konungsbréfi
23. sept. 1848, þá hefur konungur að vísu eigi viljað lýsa misþóknun sinni á
þessu tiltæki, er hann ekki hafði veitt heimild til, en því verður að halda fast
fram, að alþingi hvorki eftir eðli málsins né gildandi lagaákvörðunum hefur til-
kall til annars en til að segja álit sitt um frumvarp þetta.“
t vitund Islendinga var Hilmar Finsen talinn ómerkur orða sinna, og Jón
Sigurðsson kallaði hann í riti tvímælismann. Þetta gat hann borið með jafn-
aðargeði. En sárar mun honum hafa sviðið sú opinbera móðgun, er hann mátti
þola af dómsmálaráðherra sínum, Nutzhorn, ekki sízt þegar hann var sjálfur
sannfærður um, að hann í upphafi embættisferils síns á íslandi hafði komizt
nær því marki en nokkur annar danskur maður að koma, að minnsta kosti
um stund, á sáttum með Dönum og íslendingum og lækna það, sem hann
kallaði hið „opna sár á líkama danska ríkisins".