Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 36
34
JÓN GÍSLASON
ANDVABI
enn. Lengi hafði setið verið á rökstólum um byggingarmálefni skólans,
án þess að komizt befði verið að neinni öruggri niðurstöðu um fram-
kvæmclir. Eitt af meginverkefnum sínum mun Kristinn því hafa talið vera
að auka búsakost skólans, eigi aðeins til að geta veitt viðtöku fleiri nem-
endum, beldur jafnvel miklu fremur til að tryggja skólanum betri aðstöðu
til að gegna fræðslu- og menningarhlutverki sínu.
Svo sem kunnugt ei, fékk Kristinn miklu á orkað í þessum efnum.
Byggt var veglegt stórhýsi á lóðinni fyrir ofan gamla búsið. Fer þar nú
einkum fram kennsla i stærðfræðideildargreinum, eðlis- og efnafræði, við
stórum betri skilyrði en áður. Þó að Kristni væri ljóst, að bér væri aðeins
um áfanga að ræða, þá taldi bann þessa framkvæmd vera stórsigur fyrir
þá bugsjón sína, að skólinn gæti haldið áfrarn að starfa á gamla staðnum.
Kristinn gegndi rektorsembættinu, eins og raunar öllum sínum störfum,
af binu fágæta yfirlætisleysi, sem aðeins sannmenntuðum mönnum er
eiginlegt. Bæði nemendur og kennarar gátu gengið að því vísu að eiga
jafnan að mæta hjá honurn einlægum vilja til að leysa bvers manns vanda.
Hann var til fyrirmyndar í allri sinni embættisfærslu að ströngustu reglu-
semi í afgreiðslu allra ruála, er stofnunina vörðuðu, bvort sem þau voru
stór eða smá. Hann lýsti því sjálfur yfir, er bann kvaddi skólann vorið
1965, að mestur styrkur við stjórn bins fjölmenna skóla befði sér verið að
binni ágætu samvinnu við kennara og nemendur. Hinn aldni og þraut-
reyndi rektor varð eins konar sameiningartálui allra binna mörgu vina og
velunnara Menntaskólans, sem vildu veg bans og sóma sem mestan í bví-
vetna. Rektor var aufúsugestur í öllum samkvæmum gamalla nemenda.
Mál bans var sem lifandi raust skólans, sem vakti hjá þeirn hugljúfar
minningar frá æskudögum.
Eftirmaður Kristins í rektorsembættinu og samkennari i áratugi Einar
Magnússon, kvaddi fyrirrennara sinn með ágætri ræðu við skólauppsögn
1965. Hann ritaði einnig prýðilega minningargrein um Kristin, sem
prentuð er í skólaskýrslunni 1965—1966. Hefur þar verið dregin upp svo
sönn mynd af Kristni, bæði sem manni og embættisinanni, að torvelt er
þar um að bæta. Vil ég leyfa mér að vísa til þessara ágaetu beimilda í
fyrrnefndum skýrslum skólans.