Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 149
ANDVARI
SONATORREK
147
Hvort tveggja bendir til, að um vísvitandi breytingar sé að ræða, a) „skýr-
ingu“, b) „lagfæringu". En sé svo, verður að gera ráð fyrir, að rétt samhengi
felist í hinum breyttu orðurn. Bragfræðilega er vísan lýtalaus.
Mjpk erum tregt at hrœra Ijóð ór Viðurs þýfi prúðara tungu ór loftætt, esa
nú væni né hógdrœgt ór hugar fylgsni.
erum. I M er þctta orð skammstafað í einu lagi (ervtn). Þó að sízt sé að
reiða sig á tengsl orða og orðshluta í fornunr handritum, bcr að Idíta þessu
atriði hér eins og öðrum, úr því að ekkert mælir á móti því i hinni stöku vísu
og málið er eðlilegt (= erumk: er mér).
hrœra Ijóð ór Viðurs þýfi. Dróttkvæðaskáldin gömlu „hrærðu skáldskapar-
mjöð“, þ. e. ortu kvæði. Það gerði m. a. Egill Skalla-Grímsson: Hrœrða ek Óðins
ægi (Hfl. 19). En þegar tímar liðu, rofnaði sambandið rnilli sagnorðsins hrœra
og hins dýra mjaðar. Skáldin fóru að „hræra kvæði“. Það gerði Snorri Sturlu-
son: Hróðr dugir hrœra (Ht. 81), þótt hann færi einnig að eins og gömlu skáldin
(Ht. 31). Og Eysteinn Asgrímsson talar um hrærðan dikt (Lil. 4). Sá, er breytti
K-gerð 1. vísu Sonatorreks, beitti báðum þessum aðferðum í einu. Hann „hrærði
(þ. e. gerði) kvæði úr skáldamiðinum“.
tunga ór loftætt. Ætt og ptt eru fornar tvímyndir sama orðs og merktu báðar
ýmist ætt eða átt í nútímaskilningi. I skáldskap, einkum helgikvæðum, þýðir loft
himin. Því gæti loftætt þýtt „átt himins“, en tunga ór loftætt s. s. himnesk tunga.
Sambandið bendir til, að átt sé við „himneskt mál“, þ. e. guðsorð.
Orðið vænt, hliðstætt orðinu hógdrœgt, hlýtur að vera lýsingarorðið vænn
í hvorugkyni og eiga við Viðurs þýfi, þó að þýfi annars vegar og lýsingarorðin
hins vegar standi í mismunandi föllum (Sbr. þýfi og hógdrœgt í K-gerð.).
Efni M-gerðar 1. vísu Sonatorreks virðist vera þetta: Mér veitist mjög erfitt
að yrkja ljóð fegurra guðsorði, enda er skáldskapargáfan nú ekki upp á marga
liska og andagiftin inni byrgð. — Efni jafnt sem orðafar girðir fyrir, að Egill
hafi ort M-gerð.
2. v'tsa
°g fyrri helmingur 3. vísu.
Fagnafundr þriggja niðja, ár borinn ór Jptunheimum, es lifnaði bragi lasta-
lauss á nfikkvers npkkva, esa auðþeystr ór hyggju stað, því at hpfugligr ekki veldr.
fagnafundr þriggja niðja. Þó að stuðlasetning sé ófullkomin í þriðja fjórð-
ungi 2. vísu: fagna/undr — þriggja, er það ekkert einsdæmi í kveðskap Egils