Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 53
ANDVARI
GUÐIR OG SELIR í TRÚARBRÖGÐUM ESKIMÓA
51
Selveiðar á auSum sjó. Teikning eftir Sinding.
sila (eða hila, eins og það er borið fram sums staðar) þýðir tvennt: 1) andrúms-
loftið, geimurinn, veðrið, veröldin, 2) þekking, skilningur.
Sila þekkist meðal flestra Eskimóa. A Grænlandi var þessi guðdómur þekktur
undir nafninu Sillagiksortok, sem þýðir beinlínis gjafari góðs veðurs. Meðal
Iglulik-Eskimóa er Sila veðrið. Kopar-Eskimótar tala um sila sem geiminn yfir
jörð og hafi. Sila ræður yfir veðrinu. Það er þó meðal Hrein-Eskimóa, sem Sila
er mikilvægust. Þeir kalla hana Pinga, ,,þá þarna uppi“. Pinga er eins konar
verndari dýranna, líkt og Sedna er meðal Strand-Eskimóanna. Knud Rasmussen
og Wilhelm Schmidt eru þeirrar skoðunar, að Sila sé frumguð Eskimóa. Þeir
telja, að Sedna hafi orðið til, þegar Eskimóar settust að niður við ströndina og
hófu veiðar í hafinu og á ísnum. Birket-Smith segir um Sila: „í sjálfu sér er
Sila hvorki vond né góð, en þessi kraftur er stórhættulegur þeim, sem kunna
ekki með hann að fara. Sila svipar til mana hjá Pólýnesum.“
Eg held, að það sé út í bláinn að bera Sila saman við mana. Sila er veðrið,
andrúmsloftið og allt, sem í því býr. Pettazzoni er sennilega nær hinu sanna, er
hann segir, að Sila sé himinguðinn alsjáandi, sem þekktur er víða um heim.
Paulson hefur svo algerlega neitað, að nokkur tengsl séu milli Sila og Pinga. —
Pinga er að hans dómi eigandi og vörður veiðidýranna, en Sila er ekkert við
þau riðin.