Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 60

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 60
58 HARALDUR ÓLAFSSON ANDVARI Eins og áður hefur verið getið, var haustið nokhurs honar undirbúningstími undir vetrarveiðarnar. Aðskilnaður lands og sjávar var ákaflega strangur, og 1 jöldamargar reglur Eskimóa eru tengdar þeim aðskilnaði. Eins og að líkum lætur, mátti ekki fara beint frá landveiðum til veiða á sjó eða ísi. Rasmussen hefur lýst þessu rækilega. Þegar konurnar höfðu lokið saumum að haustinu og allir voru búnir að fá ný föt, varð að eyðileggja öll gömul föt. Allir urðu að þvo sér ræki- lega hátt og lágt. Áður en farið var til selveiðanna, varð að bregða öllum skutlum og öðrurn veiðitækjum yfir eld og brenna af þeim landþefinn, eins og það var kallað. Einnig var algengt, að karlmenn yrðu að stökkva yfir bál, áður en þeir fóru til veiða fyrst á haustin, — og var tilgangurinn sá hinn sami og með hreinsun veiðarfæranna yfir eldi. Þá var einnig mjög algengt, áður en farið var til veiða að tekið var læmingjaskinn, búinn til úr því poki og þar í settar tálgaðar myndir af selum, skutlum og skutuloddum. Skinnpokanum var svo kastað í hafið, og var þetta fórn til Sednu. Þá var einnig útbreiddur sá siður að safna saman öllum beinum af dýrurn, sem felld höfðu verið, og kasta þeim í hafið á haustin. Sums staðar var siður að kasta innyflum dýra í sjóinn. Við Beringssund var siður að taka beinagrindina úr fyrsta selnurn, sem veiddist á haustin, og kasta henni í sjóinn. Þessir siðir eru augljóslega í sambandi við trúna á endurholdgun dýr- anna, og verður síðar vikið nánar að þeirn þætti í trúarlífi Eskimóa. Bæði Ras- mussen og Boas halda því frarn, að Eskimóar telji óhugsandi að fara til selveiða fyrr en þessar „endurholdgunaraðgerðir“ hafa verið viðhafðar. Þegar einhver lézt í hópnum, varð að fara mjög varlega. Skiptust boð og bönn í tvennt. Annars vegar var ýmislegt, sem átti að gera eða láta ógert, til þess að koma í veg fyrir, að hinn látni gengi aftur, og hins vegar varð að hindra, að dauðinn fældi veiðidýrin frá. Til dæmis máttu þeir, sem jarðsettu líkið, aðeins eta kjöt þeirra dýra, sem þeir sjálfir höfðu veitt, í nokkurn tíma eftir jarðarförina. Þegar farið var til nýrra veiðistaða á vetrinum (en það var fjórurn til fimrn sinnum á vetri, eins og áður hefur verið sagt), var víða sá siður að taka haus- kúpur dýra, sem veidd höfðu verið, og þeim raðað í snjóinn, og trýninu beint í átt til þeirra staða, sem næst átti að reisa snjóhúsin á. Var því trúað, að þá færu sálir hinna drepnu dýra og endurholdguðust í grennd við hina nýju bústaði. Ekkert óttast Eskimóar eins mikið og tíðablóð kvenna. Eins og margar frum- stæðar þjóðir, er það þeim tákn alls, sem ógnarlegt er og óskiljanlegt, og þar af leiðandi hættulegt. Tíðablóð má alls ekki koma í nánd við kjöt veiðidýranna, og kona, sem hefur tíðir, verður að fara rnjög varlega, svo að hún spilli ekki veiði með nærveru sinni. Barnshafandi konur verða einnig að fara mjög varlega og einkum eftir að þær hafa alið barn sitt. Eru þær látnar búa í sérstöku húsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.