Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 151
ANDVARI
SONATORREK
149
vísuhelmingum, verður efni þeirra bezt lýst í framhaldi af því, sem áður segir
um 1. vísu: Skáldið má vart mæla né korna við metum sínum. Illa horfir um
skáldskapinn. Andagiftin er inni byrgð — og eigi auðleyst úr læðingi. Því veldur
þungbær harmur. — í fyrstu vísum Sonatorreks er ekki aðeins fólgin fimm-
föld endurtekning, heldur rekur skáldið um leið andans tregðu frá tungurótum
að hjartarótum og greinir frá orsökum hennar.
Síðari hehningur 3. vísu.
Jptuns undir niðr fyr naustdurum flota Náins hals.
Jafnframt kenningum notuðu skáldin oft kenningarígildi, en svo mætti
kalla „kenningar“, þegar höfð er í stað venjulegrar einkunnar 1) þágufallsein-
kunn, 2) lýsingarorðseinkunn, 3) forsetningarliður, 4) tilvísunarsetning eða
5) viðurlag. Miklu meira er um þessi fyrirbæri í skáldskaparmáli en fram kemur
í fræðiritum. í Hamðismálum er t. d. nefndur Baldr í hrynju (25. v.) og ekki að
sjá, að þau orð þýði annað en hrynju Hoðr í kveðskap Egils (12. lv.): hermaður.
I Völuspá eru tár kölluð p af vec,H Valfoðrs (27. v.), og Arngrímur ábóti telur
sig hafa stirða ár til orða eða tungu (Gd/3 2). Af þessu tagi munu vera orð
Egils: jptuns undir niðr fyr naustdurum.* 1)
bolstrverðr Óðins, þ. e. sá málsverður, sem Óðni var færður í rúmið, morgunverður hans:
Suttungamjöður.
Sé orðið -verðr skilið eins og hér er gert (málsverður), kemur í ljós, að í 6. vísu Arin-
bjarnarkviðu er fólgin einhver snjallasta nýgerving Egils: Þó þorða ek of bera dróttni verð, sva
at ýranda full kom at hvers manns munnum (ft. f. et.). — Auðvitað er hið freyðandi full Yggs
ftdl (drykkur Óðins, skáldskapur) og munnarnir hlusta munnar (eyru). Egill dirfðist að flytja
konunginum — og hirð hans — kvæði.
1) Shr. kenninguna og kenningarígildið ásamt orðaleiknum hrosta tjprn í horni í 36. lausa-
vísu Egils, síðara helmingi:
Leifi ek vætr, þó at Laufa
leikstœrir mér fœri
hrosta tjQrn í horni
horn til dags at morni.
hrosta tjprn í horni.
hrosti: meskt malt,
tjprn þess: öl,
öl í horni: full (no.) = full (lo.).
Efni vísuhelmingsins: Ég mun engu leifa, þótt maðurinn færi mér fleytifull horn, unz
dagur rís.