Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 158
156
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARl
Eins og í síðara helmingi 1. vísu koma fyrir í síðara helmingi 5. vísu tvær
kenningar: mærðar timbr og orðhof. Sé einkunnum sleppt, kemur sarna í ljós og
í 1. vísu, nýgerving: Þat timhr ber ek út ór hofi. Hvers konar tirnbur á Egill við?
Frarn er tekið, að það sé laufgat, svo að skurðgoð kemur naumast til greina. En
hvert er þá tilefni útburðarins?
„Þórhaddr inn gamli var hofgoði í Þrándheimi á Mærini. Hann fýstisk til
íslands ok tók áðr ofan hofit ok hafði með sér hofsmoldina ok súlurnar"
(Landnámabók). Og um Þórólf Mostrarskegg segir svo, eftir að „fréttin vísaði
Þórólfi til íslands" (Eyrbyggja saga): „Hann tók ofan hofit ok hafði með sér
flesta viðu, þá er þar hí>fðu í verit, ok svá moldina undan stallanum, þar er Þórr
hafði á setit. Síðan sigldi Þórólfr í haf, ok byrjaði honum vel, ok fann landit ....
Þórólfr kastaði þá fyrir borð Qndvegissúlum sínum, þeim er staðit h<?fðu í
hofinu.“
Af öllum viðum í hoíi — öðrum en skurðgoðunum sjálfum — voru önd-
vegissúlurnar helgastar. Af öllu „timbri" naglföstu hafa því öndvegissúlurnar
lyrst og fremst verið „bornar út“, þegar hof var tekið ofan sakir flutninga.
Og víst hafa sumar súlurnar verið prýddar blaðskrauti auk annars skrauts
og táknmynda, þ. e. verið „laufgaðar“ með útskurði (Sbr. laufgaðr hjalmr, lauf-
settr skjpldr.). Mætti rneira að segja tengja „laufgaðar öndvegissúlur" blótum til
gróðrar eða frjósemidýrkun. „En til grundvallar öllum slíkum skoðunum liggur
lögmál samúðarkynnginnar, að hlutir, sem gerðir eru hver í annars líkingu, orki
hver á annan“ (Ólafur Briem: Heiðinn siður á íslandi, 124. bls.).
mærðar timbr, máli laufgat.
mærð: lof (Sbr. mærr: frægur; mæra: frægja.),
timbr (súla) lofgerðar: rúnakefli, skáldskapur (Sbr. marka hlumr, 4. v.);
máli laufgat: rúnum „skreytt".
orðhof (Sbr. stafir i brjósti, Alv. 35; orð í brjósti, Gróg. 16.): hrjóst (Shr.
hugar fylgsni, St. 1; hyggju staðr, St. 2).
ber ek út ór orðhofi. Egill er að „taka ofan“ orðhof sitt, leggja það niður sem
vé hins helga mjaðar. Hann gerir ekki ráð fyrir að yrkja fleiri kvæði.
Þat mærðar timbr, máli laufgat, ber ek út ór orðhofi: Þau orð eru meðal
hinna síðustu, sem ég bind í ljóði.
Efni 5. vísu: Þó mun ég fyrst geta andláts föður míns og móður. Þess skal
minnzt í hinzta kvæði mínu.
Shr. mærðar timbr