Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 50
48
HARALDUR ÓLAFSSON
ANDVARI
aðist hún Sávsuma, „andi hafsins" eða Nivikka, „sú sem var varpað fyrir borð“,
og höfðar það til goðsagnarinnar um uppruna hennar, eins og síðar verður frá
skýrt. Arnarquashaaq kemur einnig fyrir, en það þýðir einfaldlega „glæsileg
kona“ (eða gamla konan). Á Norður-Grænlandi kallast hún Nehrivik, en það
þýðir eiginlega kjötpottur (Sulefadet á dönsku).
A Miðsvæðinu er nafnið Sedna venjulegast, en hún ber mörg önnur nöfn,
er höfða til hlutverks hennar sem móður sjávardýranna, einnig er hún kennd
við bústað sinn á sjávarbotni, og sumt er tengt illvilja hennar. Iglulik-Eskimóar
kalla hana Arnaluk Takanaluk, „hún þarna niðri“, eða Takanakapsaluk „hin
illa“. Netsilik-Eskimóar nota nöfnin Nuliajuk, „móðir sjávardýra“ (Thalbitzer
telur, að orðið þýði fremur „sú, sem stciðugt hefur samfarir“ eða „sú, sem elur
börn“). Kopar-Eskimóar kalla hana gjarnan Arnakapsaluk, „stóra, vonda konan“
eða Nahorut, „sú, sem hefur vald og kraft“. Avilajoq þekkist einnig sem nafn á
Sednu, en það þýðir „sú, sem ekki vildi giftast". Kavna, „hún þarna niðri“ er
einnig til.
011 þessi heiti á Sednu eru tengd hlutverki (funktion) hennar, og eiga sér
stoð í sögnum um hana. Hún er stórvaxin kona, móðir sjávardýranna, illvíg og
hefnigjörn og hatast við mennina. Hún er skapari dýranna, og í sumum sögnum
hefur hún líka skapað mennina. Sjálft orðið Sedna er illskiljanlegt. Thalbitzer
telur, að það sé skylt sögninni sanavoq, að vinna, eða jafnvel dregið af sánvna,
„hún þarna niðri“.
Hin venjulega sögn um það, hvernig Sedna varð formóðir dýranna, er til
meðal allra Eskimóa. I fáum orðurn er sögnin svona: Sedna var ung stúlka, sem
vildi ekki giftast, þótt margir hiðlar kæmu til föður hennar og bæðu um hönd
hennar. Einn dag, er laðir hennar var ekki heirna, kom stormmávur í mannslíki
til hennar og tók hana sér fyrir konu og flutti liana til bústaðar síns á eyju langt
undan landi. Með honum átti Sedna fjölda barna. Sum urðu forfeður Indjána,
önnur urðu að hvítum mönnum, og sum urðu að hundum. Indjánar, hvítir rnenn
og hundar eru þannig bræður. Faðirinn saknaði dóttur sinnar, og einn góðan
veðurdag fór hann og sótti hana á húðkeip sínum. Á heimleiðinni gerði ofsa-
veður, og lá við, að bátnum hvolfdi. Kastaði faðirinn þá Sednu fyrir borð til þess
að létta á bátnum. Hún greip um borðstokkinn, og brá hann þá hnífi sínum á
fingur hennar og hjó þá af. Urðu fingurkögglarnir þegar að hvölum, selum og
rostungum. Stúlkan sökk til botns og varð verndari sjávardýfa, sem til höfðu
orðið af fingrum hennar. Þau hafast við í dropaskálinni undir lampa hennar, en
þaðan sendir hún þau upp á yfirborðið, þar sem menn geta veitt þau. En fylgi
veiðimennirnir ekki reglum feðranna eða fari illa með dýrin, þá lokar hún þau