Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 59
ANDVARI
GUÐIR OG SELIR í TRÚARBRÖGÐUM ESKIMÓA
57
hvalir, kampselir og bjarndýr. Veiðist kampselur, má ekkert verk vinna í þrjá
daga á eftir, — þann tíma er talið, að sálin sé í líkama dýrsins. Þegar bjarndýr
veiddist, var gripið til ýmissa annarra ráða. Tunga bjarnarins, milti, blaðra og
hreðjar voru hengd upp í húsinu ásamt skutlinum, sem hann var drepinn með.
Væri þetta björn, voru karlmannsverkfæri hengd þar hjá, en væri það birna,
var nálum og öðrum kvennatólum stungið með skutlinum. Var þetta eins konar
fórn til bjarndýrsins og átti að tryggja góða veiði. Ef biminum voru gefnar nógu
margar gjafir, lét hann kannski veiða sig hvað eftir annað, þegar hann endur-
holdgaðist. Eftir þrjá daga var svo öllu þessu varpað út um dyrnar, og þar
kepptust börnin við að ná í verkfærin. Þeir drengir, sem stóðu sig bezt í því að
ná verkfærunum, urðu góðir bjarnarveiðimenn. Væri þessum sið ekki fylgt, réðst
bjöminn á banamann sinn og drap bann.“ Hin hættulausu dýr eru selir, — þ. e.
venjulegir selir, og hreindýr. En þrátt fyrir allt eru einmitt langflestar venjur
og siðir tengdir þeim, enda eru þau dýr veigamest í fæðuöflun Eskimóa.
Þegar komið er með sel í hús, er fyrsta verkið að dreypa vatni á trýni hans.
Segja Eskimóar, að þetta sé gert af því, að selir lifi í söltu vatni og séu þar af
leiðandi alltaf þyrstir. Sumir segja, að selirnir láti stundum drepa sig til þess
að fá vatn að drekka. Og höfuðreglan er að sýna veiðidýrunum, dauðum og lif-
andi, alltaf fyllstu kurteisi og gestrisni. Til dæmis er víða bannað að gera þráð
úr sinum sela, eins og gert er úr hreindýrasinum. Er þetta látið ógert af því,
að selirnir skammast sín svo fyrir, hve sinarnar í hreifum þeirra eru stuttar.
Kannski er skýringin einfaldlega sú, að mjög erfitt er að gera saumþráð úr
hinum stuttu sinum selshreifanna.
Þegar veiðimennirnir voru úti á ísnum í leit að sel, þurftu þeir ekki að fylgja
neinum sérstökum reglum. Þá gilti veiðimennskan ein, — þær aðferðir, sem
þróazt höfðu öldurn saman, og Eskimóar treystu rnjög vel bæði veiðiaðferðum
sínum, og ekki síður veiðitækjum sínum, — einkum ef þau höfðu verið smíðuð
á réttan hátt og með tilhlýðilegum töfrum. Ef nokkrir veiðimenn voru saman á
ísnum, og það voru þeir oftast nær, og einn þeirra fékk sel, komu allir veiðimenn
irnir til hans og samfögnuðu honum. Settust þeir í hálfhring á ísinn, einn þeirra
tók lifrina úr selnum, og svo átu þeir hana volga, allir saman. Virðist þetta hafa
verið bæði þakkarathöfn, og eins má vera, að þeir hafi oft verið orðnir hungraðir
af að standa tímunum saman hreyfingarlausir og bíða eftir sel. Stundum var
lifrarbita kastað út á ísinn og beðin eins konar bæn. „Taktu þetta og láttu koma
annan sel, sem vill láta veiða sig.“ Ef til vill hefur þessum orðum verið beint til
Sednu. Er þá þessi athöfn nátengd trúnni á eiganda dýranna, og er lifrin senni-
lega valin af því, að sálin er talin eiga bústað í henni.