Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 160
158
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARl
6. vísa.
Grimmt vas of hlið, þat es hrQnn of braut á frændgarði foður míns. Eh veit
sonar skarð, es mér sær of vann, standa ófullt ok opit.
Nýgerving: Grimmt vas of hlið, þat es hrQnn of braut á garði (þ. e. llóð-
garði). Ek veit skarð, es sær of vann, standa ófullt ok opit.
vas of. Orð handritsins: „var um“, hafa jafnan verið lesin vprutn(k), þ. e.
var mér. En hæpið er það, því að Katli Jörundssyni var vel kunnugt urn mið-
mynd af sögninni að vesa: „erunka" (17. v.), þ. e. erumk með neitunarviðskeyt-
inu -a (= er mér eigi). Shr. enn fremur „gáfunzt“ (23. v.), þ. e. gpfumk ( = gaf
mér). Of á eftir vas dæmist því vera merkingarlaust smáorð — á undan nafnorði:
of hlið. Sbr. of vága (8. v.).
grimmt: skelfilegt.
hlið = sltarð.
hlið, ... á garði. Sbr.: „Hlið heitir á garði“ (Sn.-E.).
frændgarðr. Sbr. a) frændbálkr, b) manngarðr.
sonar skarð, es mér sær of vann. Sbr. a) frændskarð, b) hpggva skarð í ætt e-s.
I upphafserindum Sonatorreks má Egill vart mæla sakir barms. En í síðara
helmingi 3. vísu lýsir liann yfir því, að sjórinn ryðji brott þeim hindrunum,
sem vörnuðu honum máls. Ekkert verður þó af þeinr orðum ráðið, hverju hlut-
verki Ægir gegni í harmsögu skáldsins, annað en það, að hlutverkið hljóti að
hafa verið veigamikið. Hitt má ráða af 4. erindi, að ætt Egils öll hafi orðið fyrir
slíku áfalli, að hún muni ekki bera sitt barr eftir það. Sagt er óbeint, að skað-
inn sé manntjón. Áður en nánar er frá því skýrt, minnist skáldið látinna
foreldra sinna og lýsir yfir því, að nú syngi hann sjálfur sitt síðasta vers. Það
er ekki fyrr en í 6. vísu, að Egill kemst að hinu eiginlega saknaðarefni —
og þá með stígandi. í fyrra vísuhelmingi segir, að Egill hafi misst ættingja
í sjóinn. I síðara helmingi keinur loks í Ijós, að sonur hans fórst. Með 6. vísu
hefst því hinn eiginlegi Böðvarsþáttur Sonatorreks. Athyglisvert er, að þá er
mál orðið svo Ijóst og heiðskírt, að varla sér skugga né ský. Að vísu á eftir að
syrta í álinn aftur — og það oftar en einu sinni —, einkum þegar Egill gefur
reiði sinni lausan tauminn eða honurn er af öðrum sökurn mikið niðri fyrir.
Auk þeirrar stígandi, sem felst í orðunum frændgarðr fpður míns — sonr,
gætir einnig stígandi í orðunum 1) Grimmt vas of hlið, pat es hrpnn of braut
2) á frændgarði fpður míns. 3) Ek veit sonar skarð, es mér sær of vann,