Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 157
ANDVARI
SONATORREK
155
,5, visa.
Þó mun ek fyrst of telja foður fall mitt ok móður hrfir. Þat mæróar timhr,
máli laufgat, her ek út ór orÓhofi.
Skilningur manna á síðari liluta þessarar vísu er gamall og gróinn. Sigurður
Nordal lýsir honum svo: „Egill ber yrkisefni sitt, sem hann líkir við bert tirnbur,
út úr helgidómi orðanna klætt laufskrúði málsins." Þetta virðist svo rétt og satt,
að um það ætti ekki að þurfa fleiri orð. Og ég efast ekki um, að það sé bæði
rétt og satt. Hitt er annað mál, hvort allur sannleikurinn felst í hinni klass-
isku skýringu.
Með síðara helmingi 5. vísu Sonatorreks og þriðja fjórðungi 20. vísu Höfuð-
lausnar er margt líkt, sé litið á efnið:
St.
Þat ber ek út
ór orðhofi
mærðar timbr
máli laufgat.
Þat mærðar timhr máli laufgat her ek lít ór orðhofi.
k_____________________]_____J ______A_______
v r \
Hróðr her ek ór hlátra ham fyr gram.
Engum getur blandazt hugur urn, að mærðar timhr máli laufgat (St.) og
hróðr (Hfl.) þýði eitthvað svipað. Og ekki getur verið mikill munur á orðhofi
(St.) og hlátra ham (Hfl.). Þá eru þrjú orð eins í báðurn dæmunum: her ek og
forsetningin ór. En þrátt fyrir allt ber talsvert á milli: 1) Fornafnið þat (St.) tak-
markar inntak orðanna mærðar timhr máli laufgat við fyrra helming vísunnar:
Þó mun ek fyrst of telja fpður fall mitt ok móður hrtþr. Sbr. hróðr, sem á við
Höfuðlausn alla. 2) Meira en blæmunur virðist vera á orðunum hera ór ... ham
(Hfl.) og hera út ór -hofi (St.). 3) Mest munar þó um forsetningarliðinn fyr
gram (Hfl.). Með þessurn orðum — í lok Höfuðlausnar — tekur Egill fram, að
hann sé að flytja konungi kvæði, enda verður það að teljast frásagnar vert. í
annan stað er um að ræða eins konar ávarp. En yfirlýsing — inni í kvæði —
um það eitt, að skáldið sé að yrkja, gegnir öðru máli. Ef ekkert annað byggi
undir, yrði síðari helmingur 5. vísu Sonatorreks að teljast orðskrúð fyrst og
fremst, en slíkur slaki væri einsdæmi í hinu rammaukna kvæði.
Hfl.
Ór hlátra ham
hróðr ber ek fyr grarn.