Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 195
ANDVARI
SONATORREK
193
4) að hin lausu vísuorð shipast öll í þriðja vísufjórðung — nema einu
sinni í hinn fjórðaÍ3
Er líklegt, að slík skipan sé til komin smátt og smátt fyrir tilviljanakenndar
brenglanir á vörum manna? Eg held, að um þetta mál þurfi enga tæpitungu.
En hver er tilgangurinn með skipulögðum formgöllum? Skortur á stuðlun er
frávik frá föstum bragreglum — og vekur því athygli. Eins er háttað stöðu
þessara frávika i vísunum innbyrðis. Alls staðar er um að ræða þriðja fjórðung
nema einu sinni. Ljóðstafaskortur 10. vísu vekur athygli, af því að hann er
í fjórða fjórðungi, er m. ö. o. frávik frá frávikum. Þannig heinir skáldið —
með furðulegu ívafi — hug skoðandans að því, sem mestu skiptir í uppistöðunni:
Ættar skjpldr
af lífi hvarf.
Eins og nú hefur verið rakið, lætur Egill stuðlun undir höfuð leggjast í sex
vísufjórðungum — eftir reglum, sem gefa ekkert eftir hinum ströngu bragregl-
um, sem brotnar eru, og koma í þeirra stað. Þá vantar í kvæðið stafinn r
(2. v.) og orðið es (19. v.), en eyðurnar benda til vísvitandi aðgerða skáldsins
sjálfs. Hvernig stendur á eyðunni í stað orðsins snaran, sem standa ætti á
undan þptt í 7. vísu? Með eyðunum fyrir r, es og snaran er það sameiginlegt,
að enginn efast um, hvernig fylla skuli upp í þær. Enginn efast heldur urn, að
fyrir ok (2. vo. 23. v.) eigi raunar að standa of. Og hver getur efazt um, að y
standi fyrir u í hyrr (17. v.)? Ekki er annað að sjá en snaran sé einn of bláþráð-
um Sonatorreks. Sé svo, er fjórði fjórðungur 7. vísu ekki óstuðlaður, því að orð-
inu, sem ber höfuðstaf, er ekki sleppt að öðru leyti en því, að hin sjáanlegu
tákn eru látin hverfa. Eins er hvorki hljóðinu u í hyrr né orðinu of, sem býr
undir ok, breytt í raun og veru, heldur er yfir þau breitt. Allt mun þetta vera
hálfkveðnar vísur, sem lesendum er ætlað að botna.
Ef mér skjátlast ekki, er r-eyðan í 2. vísu bending urn að telja öll r (8), sem
fyrir koma á undan. Á sama hátt er þá eyðan fyrir es í 19. vísu mark, sem telja
her að öll önnur es (16). Ef að líkum lætur, ætti eyðan í 7. vísu einnig að vera
fjöldamark. En hvað á að telja? Lýsingarorðið snarr kemur aðeins einu sinni
fyrir í Sonatorreki — og þá undir rós. Hins vegar fara á undan því — eða skarð-
inu — 142 önnur orð. Séu frændtölurnar 12 — 24 — 72 — 120, sem hér hafa
áður komið. við sögu, hafðar í huga, vantar aðeins tvö orð upp á, að kerfið sé
fullkomnað: 142 + 2 = 144 eða 12 X 12. Hvers konar gerræði í þessu efni væri
glæpur, en heigull væri sá, sem þyrði ekki að kanna, hvort líklegt væri, að Egill
Skalla-Grímsson hefði haft aðra skoðun á „orði“ en almennt gerist nú á dögum.
13