Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 129
ANDVARI
SKYGGNZT í FORNSÖGUR
127
Hinir fornu Islendingar voru hermenn og lagamenn. Meiri hluti íslend-
ingasagna segir frá manndrápum, tæpur fjórði hluti frá deilum á alþingi.
Afgangurinn greinir svo frá öllu hinu, sem einnig heyrði til.
Stundum verða fyrir okkur alveg kostulegar myndir af þessum fornu júr-
istum í bændastétt. I Eyrbyggja sögu segir frá reimleikum á bæ nokkrum. Það
bar við, að hinir framliðnu kornu fylktu liði og skipuðu sér umhverfis lang-
eldinn, svo að hinir vesalingarnir, sem lífs voru, höfðu enga veru af eldinum.
Þá var boð gert eftir lögfróðum manni, og stefndi hann hinum framliðnu og
lauk dómsorði á þá alla. Eftir það tókust af allir reimleikar á bænum.
Annars verður naumast sagt, að íslendingasögur sýni okkur réttarvitund
manna í ýkja fögru ljósi. Hafi einhver maður unnið mál eða þrætu, fær hann
aukna virðingu af, eins þótt hann hafi bersýnilega haft rangan málstað og
kornið fram eins og auvirðilegasti þorpari. Hér fyrirhittum við mat — svo frurn-
stætt, að það gæti beinlínis minnt á nútímastjórnmál.
En allt eru þetta á vissan hátt aukaatriði. Aðall þessara fornu sagna og það
sem gerir þær allt að því undursamlegar er stíllinn. Frásagnarstíll svo hnitmið-
aður og tær, svo hreinnar tóntegundar, svo hljóðlátur í háði sínu og svo gagn-
orður og tempraður í hrifning sinni og hátíÖleik, að með fullum rétti má segja:
List óbundins máls hefur aldrei náð hærra fyrr eða síðar.
Hvernig er hann til korninn þessi fíni hnitmiðaði stíll?
I fyrsta lagi átti hann sinn sköpunartíma — langa órofa þróun. Stíll íslend-
ingasagna á að þessu leyti skylt við hina fornu norrænu skipasmíðalist. Virðum
fyrir okkur Ásubergsskipið, og þá sjáum við óðar, að margar kynslóðir skipa-
smiða hljóta að hafa lifað í Noregi á undan þeim, sem gerði þetta skip.
En fleira kemur til. Óskeikul stílsnilld hlýtur að eiga sér að forsendu óhvik-
ulan lífsstíl. Ákveðið samræmi verður að hafa skapazt rnilli náttúrunnar og
lifnaÖarhátta manna. Siðir, venjur, háttsemi og bragur allur á samskiptum
manna — allt verður þetta að hafa fengiÖ næði til að mótast að fullnustu. Visst
umhverfi jafningja verður að hafa skapazt — fólks, sem búið var svipaðri þekk-
ingu, leikni og íþróttum og með sviplíkt mat á lífsverðmætunum.
Þetta fastmótaða samfélag frjálsra manna er jarÖvegur sagnastílsins forna.
Sögumaðurinn gat látið margt ósagt, annað nægði honum að gefa aðeins í skyn.
Menn skildu hann eigi að síöur.
Skáldsagnahöfundur nú á tímum starfar á margan hátt við stórum óhag-
stæðari aðstæður. Hann beinir orði sínu til fólks, sem hann þekkir ekki, til
gerólíkra hópa lesenda, til umhverfis, sem er sífelldum breytingum undirorpiÖ.
Og allflest það sem hann fjallar um er einnig stöðugum breytingum háð. Og
um sjálfan hann togast óteljandi öfl — allra handa lífsviðhorf og lífsmat rekast