Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 115
ARNÓR SIGURJÓNSSON:
Grímur Thomsen
og Arnljótur Olafsson
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Grímur Thomsen bóndi á Bessa-
stöðum var eitthvert mikilhæfasta IjóÖskáld okkar fslendinga á 19. öld. Hann
á marga aÖdáendur meðal okkar enn þann dag í dag, og fleiri en flesta grunar.
Þeir aðdáendur hefðu þó verið enn lleiri, ef sú þjóðtrú hefði ekki orðið ráðandi
manna meðal, að hann hafi ort um fornöld okkar aðallega og löngu dána menn
og konur, sem gagnslaust sé að láta sig nokkru varða. Hann hafi látið samtíð
sína sig litlu skipta og framtíð sína, þann tíma er við lifum nú, enn minna.
En Grímur bóndi á Bessastöðum var ekki allur þar sem hann var séður við
fyrsta augnakast. Flestum sýnist hann í senn allra rnanna sérstæðastur og allra
manna íslenzkastur, forn í skapi og forn í máli. En raunverulega var hann ein-
hver fjölmenntaðasti maður, sem land okkar hefur alið, hann kunni allra sinna
samtíðarmanna bezt að vera með tignum mönnum. Á öldinni sem leið áttum
við ekki annan mann, sem fremur mátti telja heimsborgara, og í skáldahópi
okkar eigum við ekki aðra en Einar Benediktsson og Halldór Kiljan Laxness, sem
þvílíka alúð og hann hafa í það lagt að mennta sig „á heimsins hátt“ í íþrótt
sinni og þeim manndómi, er beztu menn samtíðarinnar virtu og sóttust eftir. —
Eftir langt og umskiptasamt nám við Kaupmannahafnarháskóla hafði hann lokið
meistaraprófi í bókmenntum, og við það próf hafði hann valið sér að kjörsviði að
rita um mesta tízkuskáld samtíðar sinnar, Byron lávarð. Að háskólanáminu loknu
hafði hann tekið sér langa námsför um Vestur-Evrópu og horfið síðan til starfa
í utanríkisráðuneyti Dana, þar sem frarni hans sýndist ætla að verða bráður og
mikill. En í stríði Dana við Austurríkismenn og Prússa 1864 skildu leiðir hans
og dönsku samstarfsmannanna. Honurn varð þegar í upphafi ljóst, að það stríð
var vonlaust fyrir Dani, og honum var ekki þolað það, að hann lét skoðanir sínar
um það uppi og enn síður af því, að hann hafði séð þar betur og réttar en þeir.
Því var hann leystur frá störfum að stríðinu loknu, þó með biðlaunum og síðar
eftirlaunum, og þeirri viðurkenningu, að hann fékk Bessastaði, þar sem hann
hafði slitið harnsskóm sínum og gat búið eins og greifi í höll, fyrir Belgsholt í