Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 32
30
JÓN GÍSLASON
ANDVABl
um ítölsku háskólanna fyrir erlenda menntamenn.1) Þessari utanför var
einnig tengd námsdvöl á Norðurlöndum og í Englandi til að kynna sér
kennslu- og skólamál.
Arið 1949 fór hann í fyrsta sinn til Grikklands og dvaldi þar um skeið,
lengst á heimili vinar síns, menntaskólakennara, í Aþenu. Þar veiktist hann
og lá um skeið allþungt haldinn. Dáðist hann mjög að hjálpfýsi og góð-
vild fjölskyldunnar, sem hann dvaldi hjá í þessum veikindum. Fannst
þessu fólki sjálfsagt, að einhver meðlimur fjölskyldunnar sæti jafnan inni
hjá honurn. Stundum vai það fullorðin kona, sem sat við rúmstokkinn hjá
honum og hrosti. Einnig í þessari utanferð notaði hann tækifærið til að
kynna sér ýmislegt viðkcinandi kennslu í menntaskólum, bæði á Norður-
löndum og í Englandi.
Á næstu árum sat Kristinn fundi ýmissa alþjóðasamtaka menntaskóla-
kennara eða annarra kennarasamtaka í ýmsum borgum álfunnar: 1952 í
Kaupmannahöfn, fund alþjóðasamtaka menntaskólakennara, FIPESO,2)
1957 í Frankfurt a. M., fund alþjóðasambands kennarasamtaka,3) IFTA,
1958 í Róm, fund heimssambands kennara og prófessora,4) WCOTP.
Þetta tækifæri notaði Kristinn til að bregða sér til Grikklands. Ferðaðist
hann þá til nokkurra frægra sögustaða þar í landi.
Öll árin 1960—1963 sat Kristinn ýmsa alþjóðafundi: í Amsterdam
(1960), Flórenz (1961), Stokkhólmi og Gautaborg (1962), Stokkhólmi
(1963). Árið 1963 þá hann boð um að koma sem fulltrúi Islands á afmælis-
hátíð norsku kennarasarntakanna, sem haldin var í fögru umhverfi í Sande-
ljord.
Kristinn hafði verið formaður eða varaformaður „Félags menntaskóla-
kennara" frá stofnun þess, 1938, svo að það var ofur eðlilegt, að honum
væri falið að sitja fundi þeirra alþjóðasamtaka, sem það félag var aðili að,
enda voru allir ósmeykir að fela honum umboð sitt. Að Kristinn hafi
einnig á þeim vettvangi notið fyllsta trausts, kemur ótvírætt frarn í því,
að hann var oftar en einu sinni kjörinn í stjórn þessara alþjóðasamtaka.
Kristinn hafði einnig á ýmsum tímum gegnt formannsstörfum í all-
1) 1 Lesbók Morgunblaðsins, 15. okt. 1933, hefur Kr. Árm. skrifað grein um þessa námsför.
2) Féderation Internationale des Professeurs de l’Enseignement Secondaire Official.
3) International Federation of Teachers’ Associations.
4) World Corporation of Teachers and Professors.