Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 191
ANDVARI
SONATORREK
189
VI. Minni frumburðar.
20. Hkki líður mér heldur úr nrinni, þegar Þór tók frumburð minn og konu
minnar til sín.
VII. Skuldaskjl.
21. Skipti mín við Óð in voru góð, enda tók ég að trúa honum í biindni,
unz hann beitti vendi sínum og sleit trúnað við mig.
22. Ég blóta Óðin ekki af alhug, þótt hann sé beztur hollra vætta. Hins
vegar veitti nrér hinn vitri ás miskabætur, ef bregða skal hinu betra.
23. Óðinn gæddi mig hinni helgu skáldskapargáfu og því skaplyndi, að
óvinir mínir, sem berir urðu að fjandskap sínum, hlupu í felur.
VIII. Niðurlag.
24. Að vísu veitist mér erfitt að hætta að hugsa um dauðann, því að álands-
vindurinn minnir á hann. En þess ber líka að minnast, — og því mun ég hlíta —,
að „glaðr ok reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana“.
TÖLVÍSI OG TÁKNMÁL
Á ytra búningi Sonatorreks er agnúi, sem engum getur dulizt: 15. vísa er
tveim vísuorðum lengri en allar hinar. Sbr.
14. v.
hverr mér hugaðr
á hlið standi
annarr þegn
við óð ræði.
Þarf ek þess oft.
Of her gprum
verð ek varfleygr,
es vinir þverra.
15. v.
Mjok es torfyndr,
sá es trúa knegum,
of alþjóð
elgjar galga.
Því at nillgóðr
niðja steypir
bróður hér
við baugum selr,
finn ek þat oft,
es féar beiðir.
16. v.
Þat es ok rnælt,
at engi geti
sonar iðgjQld,
nema sjalfr ali
túni þann nið,
es oðrum séi
borinn rnaðr
í bróður stað.
Þetta er svo einstakt, að einhverju hlýtur að gegna, ef allt er með felldu.
Framan við hið skýra mark (9. og 10. vo. 15. v.) er stórt hundrað vísuorða: 120
(8X15) eða tíu tylftir, en aftan við það 72 vísuorð (8X9) eða sex tylftir.
Að þessu athuguðu virðist engin hending, að vísur kvæðisins eru 24 eða tvær