Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 82
80
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON
ANDVARI
Óhætt er að fullyrða, að ástandið væri allt annað og betra, ef ,stjómvizka'
Breta hefði ekki spillt fyrir á sínum tíma, ef ísrael hefði ekki orðið fyrir barðinu
á valdabaráttu Araba, ef hinir rússnesku beimsmenn befðu ekki ,veðjað á ara-
bíska gæðinginn'.
Framtíðinni þyrfti ekki að kvíða á þessum slóðum, ef þróun mála væri þar
látin í friði.
Des. '67.
Tilkynnino- til lesenda
Þegar breytt var um snið á Andvara árið 1959, var sem kunnugt er ætl-
unin, að hann kæmi út þrisvar á ári. Á því hefur þó orðið — af ýmsum ástæð-
um — nokkur misbrestur, einkum í seinni tíð. Fyrir því hafa stjórn Hins ís-
lenzka þjóðvinafélags og Menntamálaráð nú ákveðið, að horfið verði að fyrra
ráði og Andvari gerður aftur að ársriti frá og með þessu hefti, 1968. Brotið
verður hið sama og undanfarin ár, og stefnt er að því, að hver árgangur verði
a. m. k. tólf arkir.
Af Andvara, nýja flokknum, hafa komið út á árunum 1959—1967 þessi
hefti:
1959: tvö (sumar og haust),
1960: þrjú (vor, sumar og haust),
1961: tvö (vor og sumar),
1962: þrjú (vor, sumar og haust),
1963: tvö (sumar og haust),
1964: eitt(sumar),
1965: tvö (sumar og haust),
1966: eitt (sumar),
1967: tvö (vor og haust).
Þess skal að lokum getið, að ritstjórar Andvara eru nú tveir, Finnbogi Guð-
mundsson og Idelgi Sæmundsson.