Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 64

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 64
62 HARALDUR ÓLAFSSON ANDVAIU og veiðiaðferðir haft sín áhrif. Það er engum vafa undirorpið, að mismunandi veiðiaðferðir hafa mikil áhrif á þær reglur, sem fylgt er. Hreindýrin koma í stórum hópum vor og haust og eru einkum veidd þar, sem þau fara yfir fljótin. Veiðimennirnir bíða við vöðin, og þegar hópurinn er kominn vel út í, skjótast þeir á húðkeipum sínum og umkringja smáhóp, sem er beinlínis brytjaður niður. Að þessum veiðum standa hópar manna, og þá ekki síður, þegar hreindýrin eru rekin inn í stórar réttir og þau snöruð. Má segja, að allir taki beinan þátt í veiðunum. Veiðarnar eru í sjálfu sér með hátíðasniði, auðveldar og skemmtilegar. Selveiðarnar við öndunaropin um háveturinn eru gjörólíkar í sniðum. I fyrsta lagi er nú veiðimaðurinn einn með hundi sínum. Hann fer ásamt öðrum karl- mönnum þorpsins snemma morguns út á ísinn, þar dreifist hópurinn. Hver og einn leitar uppi öndunarop og bíður þar hreyfingarlaus klukkutímum saman í nístandi kulda og skafrenningi. Ollu máli skiptir, að selurinn korni einmitt að þessu öndunaropi. Þá er hann auðveld bráð dugmiklum veiðimanni. Það er fyrst og síðast biðin eftir að selurinn komi, sem mótar afstöðuna til þessara veiða. Það verður að tryggja tvennt: að selurinn komi, og í öðru lagi, að hann endur- holdgist og komi aftur. Þess vegna er hverjum sel tekið eins og góðum gesti. Honum er veittur allur sómi, borið vatn, og haus hans hengdur upp í hlýjunni við lampann. Og á hverju hausti er selabeinunum hent í sjóinn, til þess að sál hinna drepnu sela fái sér þar bústað að nýju. Selirnir vilja gjarnan láta væiða sig, ef aðeins er gengið svo frá málum, að þeir nái að endurfæðast. Sums staðar var því meira að segja trúað, að hver veiðimaður væri alltaf að veiða sama selinn, og duglegur veiðimaður var því sá maður, sem kunni að meðhöndla selina rétt. Snjall veiðimaður veiddi sjaldan meira en 20—30 seli yfir veturinn, og hann gat lýst þeim öllum nákvæmlega og dregið upp mynd af þeim öllum, þar sem sérkenni þeirra komu fram. Oft er urn það rætt, að trúarbrögð hinna svokölluðu frumstæðu þjóða séu þeim rnikið böl og standi þeim fyrir þrifum. Þetta er alrangt. Flestar trúarhug- myndir þeirra og trúarathafnir eru til þess eins að gera lífið bærilegt, koma í veg fyrir hungur, tryggja frjósemi og viðhalda kynstofninum og samfélaginu. Þetta á við Eskimóa í ríkum mæli. Það er alls ekki víst, að þeir hafi á nokkurn hátt litið á öll hin margvíslegu boð og bönn sem þvingun. Þvert á móti gera þau lífið léttara og auðveldara, og má segja um þau svipað og Malinovski hermir um goðsögumar hjá Pólýnesum, að þær hjálpuðu fólkinu að vinna hug á óttan- um og að aðlagast umhverfinu. Drengir ólust upp við alls konar venjur og reglur, sem áttu að hjálpa þeim að verða góðir og dugandi veiðimenn, og það var jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.