Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 106

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 106
104 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI var þess beðið, að teknar yrðu til greina bænarskrár og tillögur Þjóðfundar og alþingis og stjórnlagamálinu yrði flýtt sem frekast væri kostur. Þessari bænarskrá var svarað í auglýsingu konungs til alþingis 1861 svo, að konungur mundi láta sér umhugað um beiðni hennar, en nú var þess í fyrsta skipti getið í svari stjórnarinnar, að fjárlagamálið milli íslands og konungs- ríkisins væri svo nátengt stjórnlagamálinu að gera yrði ráðstafanir til að taka það til yfirvegunar. Tólf bænarskrár lágu fyrir þinginu úr héruðum um stjórnar- bótarmálið, og nefndin, sem alþingi kaus í málið að þessu sinni, varð sammála um að biðja konung svo fljótt sem auðið væri að „kveðja til þjóðfundar á íslandi eftir reglum þeim, sem gefnar eru í kosningalögum 28. sept. 1849, og leggja fyrir hann frumvarp til stjórnarbótar þeirrar, er honum allramildilegast vildi þóknast að gefa oss íslendingum." Enn rigndi bænarskrám yfir alþingi 1863, og enn svaraði stjórnin í tilkynn- ingu konungs til þess þings, að stjórnlagamálið yrði ekki útkljáð fyrr en endir væri bundinn á fjárhagsmálið, sem nú væri að komast á lokastig. Alþingi 1863 tók því þann kostinn að senda enga bænarskrá að þessu sinni um stjórnarbótar- mál, heldur ávarp með ósk um breytingar á stjórnartilhögun landsins. Þegar athugaður er undandráttur dönsku stjórnarinnar við að leysa þann hnút, sem hún reyndi að höggva á Þjóðfundinum 1851, vífilengjur hennar og dráttur á annan áratug, þá getur ekki hjá því farið, að meginorsökin til alls þessa hafi verið hin mikla óleysanlega pólitíska kreppa danska konungsveldis- ins — sambandið við hertogadæmin. Það var ekki fyrr en eftir missi hertoga- dæmanna, að danska stjórnin fékk tóm til að hugleiða lausn hins íslenzka stjórnlagamáls. Það er engin tilviljun, að einu ári eftir að hertogadæmin gengu úr greipum Danakonungs, 1865, lagði danska stjórnin fyrir alþingi „Frum- varp til laga um nýtt fyrirkomulag á fjárhagssambandinu millum íslands og konungsríkisins". Á tveimur alþingum, 1861 og 1863, hafði danska stjórnin borið því við, að stjórnarmálefni íslands yrðu ekki leyst fyrr en ráðið hefði verið fram úr fjárhagssambandi íslands og Danmerkur. Nú hugðist hún fara þessa leið. En þá kom í ljós, að vandamáliÖ var hið sama, þótt það væri orðið í öfugri röð: fjárhagssamband íslands og Danmerkur varð ekki leyst nema í tengslum við stjórnlagamál íslendinga. Efni frumvarpsins var á þá leið, að afskiptum danska ríkisþingsins af fjárlögum íslands skyldi lokið, að því undan- skildu, að um 12 ár skyldi lagðar til fslands úr ríkissjóði Dana 42 þús. rd. á ári, en eftir þann tíma ákveða með lögum, hve hátt tillagið yrði. A þinginu 1865 mun Jón Sigurðsson hafa unnið sinn mesta pólitíska sigur. Idann féklc sveigt meirihluta þingsins til að halna fjárhagstilboði stjórnarinnar, þó ekki að því er varðaði meginreglu frumvarpsins, en hann fékk alþingi til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.