Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 47

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 47
ANDVARI GUÐIR OG SELIR í TRÚARBRÖGÐUM ESKIMÓA 45 en fjórar vikur á hverjum stað á vetrurn, enda væri þá ekki lengur veiðivon á sjö kílómetra svæði þar í kring. Það er því augljóst, að liínaðarhættir Mið- Eskimóa hafa þróazt í gífurlegu dreifbýli. Enda þótt þeir þrír hópar, sem hér verða einkum gerðir að umræðuefni, séu menningarlega skyldir, er þó ýmislegt ólíkt með þeirn. Iglulik-Eskimóar voru á svæöunum við suðurhluta Norðvesturleiðarinnar. Árið 1922 voru þeir 504 að tölu og skiptust í þrjá hópa. Karlar voru 146, konur 161 og börn 197. Nágrannar þeirra, Netsilik-Eskimóarnir eru þeim framandi, en samt sækja þeir stundum kvonfang í hóp þeirra, og eru þau samskipti gagnkvæm. Iglulik- Eskimóar eru einir um það meðal Mið-Eskimóa að nota húðkeipa til veiða í sjó á sumrin. Annars eru þeir eingöngu notaðir til þess elta uppi hreindýr, er þau fara yfir fljót á ferðum sínum vor og haust. Netsilik-Eskimóar hafast við á svæðunum kringum segulpólínn. 1922 voru þeir 259 að tölu, 150 karlar og 109 konur, en skipting eftir aldri liggur ekki fyrir. Eljá þeim tíðkaðist sá siður að bera út öll meybörn nema þau, sem gefin voru öðmm fjölskyldum eftir samkomulagi, er gert var, meðan börnin voru enn í móðurkviði. Utburður var hins vegar óþekktur meðal Iglulik-Eskimóa. Annars var sá siður að bera út meybörn talsvert útbreiddur rneðal Eskimóa. Olli því strangleiki veðurs og umhverfis. Mataröflun var í höndum karlmanna og því nauðsynlegt að ala upp drengi til þess að stunda veiðarnar. Til þess að við- halda kynstofninum var gripið til þess ráðs, að ,,panta“ stúlkubörn handa drengj- um, og var þá gengið frá ráðahagnum, rneðan börnin voru enn nýfædd, eða jalnvel keypt von í stúlkubarni hjá nágrannafjölskyldu. Samt var mikill skortur á konum, og fjölveri því ekki óalgengt meðal Netsilik-Eskimóa. Netsilik-Eskimóar búa við lakari ytri skilyrði en nokkur annar hópur rnanna sem til þekkist. Mest allan veturinn er stórhríð, og frostið kemst oft upp í 50 stig á C. Sumrin eru stutt og köld. Veðurfarið einkennist af sífelldum stormum vetur, surnar, vor og haust. Það gefur auga leið, að við slíkar aðstæður er ekki að vænta hámenningar, og á það raunar við um allt það svæði, sem Eskimóar byggja: veðurfar og staðhættir eru með þeim hætti, að óhugsandi er, að þeir komast af veiðimannastiginu. Segja má, að Eskimóar hafi nýtt til fullnustu þá möguleika, sem fyrir hendi voru, og þannig lifað af hina löngu heimskautanótt árþúsundum saman. Þeim gat að vísu aldrei fjölgað að ráði, og sennilega hefur þeirn fækkað á harðindatímabili síðustu alda, en þeir hafa aldrei verið nálægt því að deyja út. Kopar-Eskimóar eru búsettir norðan og vestanvert við Netsilik-Eskimóa. Þeir eru kunnir hér á landi af ritum Vilhjálms Stefánssonar, sem ritað hefur frábærar ferðabækur og vísindarit um veru sína meðal þeirra. Vilhjálmur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.