Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 47
ANDVARI
GUÐIR OG SELIR í TRÚARBRÖGÐUM ESKIMÓA
45
en fjórar vikur á hverjum stað á vetrurn, enda væri þá ekki lengur veiðivon
á sjö kílómetra svæði þar í kring. Það er því augljóst, að liínaðarhættir Mið-
Eskimóa hafa þróazt í gífurlegu dreifbýli.
Enda þótt þeir þrír hópar, sem hér verða einkum gerðir að umræðuefni, séu
menningarlega skyldir, er þó ýmislegt ólíkt með þeirn. Iglulik-Eskimóar voru á
svæöunum við suðurhluta Norðvesturleiðarinnar. Árið 1922 voru þeir 504
að tölu og skiptust í þrjá hópa. Karlar voru 146, konur 161 og börn 197.
Nágrannar þeirra, Netsilik-Eskimóarnir eru þeim framandi, en samt sækja
þeir stundum kvonfang í hóp þeirra, og eru þau samskipti gagnkvæm. Iglulik-
Eskimóar eru einir um það meðal Mið-Eskimóa að nota húðkeipa til veiða í
sjó á sumrin. Annars eru þeir eingöngu notaðir til þess elta uppi hreindýr, er
þau fara yfir fljót á ferðum sínum vor og haust.
Netsilik-Eskimóar hafast við á svæðunum kringum segulpólínn. 1922 voru
þeir 259 að tölu, 150 karlar og 109 konur, en skipting eftir aldri liggur ekki
fyrir. Eljá þeim tíðkaðist sá siður að bera út öll meybörn nema þau, sem gefin
voru öðmm fjölskyldum eftir samkomulagi, er gert var, meðan börnin voru enn
í móðurkviði. Utburður var hins vegar óþekktur meðal Iglulik-Eskimóa. Annars
var sá siður að bera út meybörn talsvert útbreiddur rneðal Eskimóa. Olli því
strangleiki veðurs og umhverfis. Mataröflun var í höndum karlmanna og því
nauðsynlegt að ala upp drengi til þess að stunda veiðarnar. Til þess að við-
halda kynstofninum var gripið til þess ráðs, að ,,panta“ stúlkubörn handa drengj-
um, og var þá gengið frá ráðahagnum, rneðan börnin voru enn nýfædd, eða
jalnvel keypt von í stúlkubarni hjá nágrannafjölskyldu. Samt var mikill skortur
á konum, og fjölveri því ekki óalgengt meðal Netsilik-Eskimóa.
Netsilik-Eskimóar búa við lakari ytri skilyrði en nokkur annar hópur rnanna
sem til þekkist. Mest allan veturinn er stórhríð, og frostið kemst oft upp í 50
stig á C. Sumrin eru stutt og köld. Veðurfarið einkennist af sífelldum stormum
vetur, surnar, vor og haust. Það gefur auga leið, að við slíkar aðstæður er ekki
að vænta hámenningar, og á það raunar við um allt það svæði, sem Eskimóar
byggja: veðurfar og staðhættir eru með þeim hætti, að óhugsandi er, að þeir
komast af veiðimannastiginu. Segja má, að Eskimóar hafi nýtt til fullnustu þá
möguleika, sem fyrir hendi voru, og þannig lifað af hina löngu heimskautanótt
árþúsundum saman. Þeim gat að vísu aldrei fjölgað að ráði, og sennilega hefur
þeirn fækkað á harðindatímabili síðustu alda, en þeir hafa aldrei verið nálægt
því að deyja út.
Kopar-Eskimóar eru búsettir norðan og vestanvert við Netsilik-Eskimóa.
Þeir eru kunnir hér á landi af ritum Vilhjálms Stefánssonar, sem ritað hefur
frábærar ferðabækur og vísindarit um veru sína meðal þeirra. Vilhjálmur