Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 170
168
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
Bjarnar manna byrvindr. Svo vill til, að orðið maðr í eignarfalli fleirtölu:
manna, er með algengustu nafnorðum í Egils sögu. í Ketilsbók er það einlægt
skammstafað a nema undir bókarlok nokkurum sinnum „mana“. Orðið máni í
m
aukafalli: mána, kemur hins vegar fyrir í sverðskenningunni randar mána (30.
lv. Eg.) og er þá skrifað „mána“ (K, 63b). Því er óheimilt að lesa ^ öðruvísi en
manna.1)
13. vísa er kveðin eftir ströngustu bragreglum, orðin „manna bjarnar i bir-
vind“ eru rétt íslenzka og skiljanleg hvert um sig, og enginn efast um merkingu
þeirra allra saman, sé á þau litið í samhengi við önnur orð í sömu setningu. En
hvernig er samhengi þeirra liáttað innbyrðis? Óhætt mun að fullyrða, að
ógeifluð muni þessi orð aldrei verða skýrð bókstaflega, enda hefur það verið
þrautreynt. En eins og menn hafa löngum átt til að mæla of hug, ortu skáldin
ósjaldan of ljóst. Það, hygg ég, að Egill geri hér og það tvisvar í einni og
s' rnu kenningunni:
Bjarnar manna byrvindr.
Bjprn: Þór (Þul. IV, d),
menn hans: heiðingjar (ásatrúarmenn) =: heiðingjar (úlfar),
byrr úlfa: íma (orrusta) = íma (tröllkona),
vindr tröllkonu: hugur.
ÖJdungis er mér Jjóst, að gegn slíkri skýringu muni nrargir rísa. En því er til
að svara, að fólgið mál er miklu þroskaðra og ríkari þáttur í fornum skáld-
skap en kunnugt sé. Vantrú á einstökum dæmum er því eðlileg. Því rniður er
þess enginn kostur hér að styðja þessa fullyrðingu öðrum röltum en þeint, sem
felast í Sonatorreki sjálfu eða til er vitnað í þessari ritgerð. Hins vegar er trúa
mín sú, að Bjarnar manna byrvindr eigi eftir að koma öðruvísi fyrir sjónir en
nú kann að vera, verði málfarslegar nauðganir og fræðilegar sjónliverfingar
bannlýst — og aflögð — vinnubrögð í ritskýringum.
„Huginn skaJ svá kenna at kalla vind trollkvenna,“ stendur í Snorra-
Eddu, „og er þeirri kenningu breytt á marga vegu, en enginn er svo fróður, að
kunni að skýra hana,“ segir Sigurður Nordal 1933. Tveimur árum síðar freistar
þó Dag Strömbáck skýringar í hinu gagnmerka riti sínu Sejd (173,—177. bls.).
Bendir hann á, að hugr og hamr séu nátengd hugtök, og hefur þá í huga orð
og orðtök eins og hamrammr og fara hamfari. Þá greinir Strömbáck frá þeirri
1) A þetta benti Sveinbjörn Egilsson í íyrrnefndri Egluútgáfu, þótt eigi færi hann eftir því
sjálfur: „I bókinni [þ. e. Ketilsbók] er það [þ. e. orðið mana, sem í útgáfunni stendur] skamm-
stafað 0 , sem er það venjulega band fyrir manna."