Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 41
ANDVARI
TÍU STÖKUR AF STRÖNDUM
39
Þó fjallsins tign sé jaögul, þung á brún
og þóttafull, í óstúð stendur hún
sinn vörð um vatn og ós, um burkna og blóm,
um bjargahvammsins skjól, sinn helgidóm.
Ég mundi una mér í Kaldbaksvík,
ég mundi seinast borinn þaðan lík,
úr kyrrð til kyrrðar við hinn mikla mar,
ef mamma og pabbi hefðu búið þar.
*
Sjó gróðans virki, er gín við sjónum autt,
sem gapi tenntum skoltum, hungurdautt,
það dýr, sem framdi mest og grimmust morð
unz móðir lífsins kvað upp dómsins orð.
— Þó land þitt þögult inni aldrei neitt
um aðbúÖ þó sem börnin hafa veitt,
mun sterkast allra vitna verða þó
þín veiðistöð við fiskilausan sjó.
*
Hin fjœrsta byggð er mér í minni fest,
þar mœlti hin góða von við lúinn gest:
sjá bœi og tún og léttfœtt börn í leik,
sjá líf og starf, — er trú þín ennþá veik?
Þitt fólk, þitt land, þitt Ijóð, sjá, það er hér.
— Og loksins gat mér skilizt hvað það er
að koma af jökli á kœrra vina fund,
að koma úr eyðimörk í pálmalund.
*
Það verður hvorki sagt né sett í Ijóð
er sól af hafi rís á norðurslóð,
að þeirri sýn þú síðan alltaf býrð,
þar sást þú guð þíns lands í sinni dýrð;
og þangbrún fjaran undir hömrum hám,
með hvítan, failinn skóg af sœvartrjám,
hóf huldusönginn, ofar allri sögn,
við undirleik frá hinni miklu þögn.