Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 104
102
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
skrám og ávarpi 36 Þjóðfundarmanna var birt 12. maí 1852 í konunglegri aug-
lýsingu til Islendinga. I skjali þessu var því lýst yfir, að kröfur þær, sem fram
voru settar í meirihlutaáliti Þjóðfundarins. um réttarstöðu Islands, væru með
öllu óheimilar, enda yrðu þær landinu sjálfu til óhamingju, en til sundrungar
hinu danska konungsveldi. Það þykir því ekki ráðlegt, segir þar enn, að leggja
frarn að svo stöddu frumvarp um stöðu íslands í fyrirkomulagi ríkisins. Hins
vegar skyldi alþingi halda áfram störfum með sama hætti og áður og yrði svo,
unz aðrar reglur yrðu settar um stöðu íslands, en þó mundi leitað álits alþingis
um það mál, í samræmi við 79. gr. alþingistilskipunarinnar frá 1843, en hún
kvað svo á, að urn breytingar á þeirri tilskipan skyldi leita álits þingsins. Með
þessu var úr gildi numið hið fræga bréf konungs 23. sept. 1848, hinn pólitíski
vonarpeningur íslendinga. Danska stjórnin taldi efnt það loforð, er fólgið var
í því hréfi, er hún liafði kvatt saman Þjóðfundinn, svo bráðkvaddur sem hann
þó varð.
Þingvallafundir voru haldnir bæði árin 1852 og 1853, hinn síðari skömmu
áður en nýkosið alþingi var sett. Alþingi þetta skipaði nefnd til að fjalla um til-
lögur Þingvallafundar og annarra pólitískra mannfunda, sem háðir höfðu verið,
og að hennar ráði var samþykkt að senda konungi bænarskrá, er hefði m. a.
að gcyma eftirfarandi atriði; 1) að alþingi verði veitt löggjafarvald í öllum þeim
málum, sem áður hafa legið undir meðferð þess. 2) að skipuð verði þriggja
manna yfirstjórn í landinu, er hafi á hendi til síðustu úrslita stjórn og fram-
kvæmdarvald í íslenzkum málum, sem að lögum liggja ekki undir úrskurð
konungs og ráðuneytis hans. 3) að yfirdómurinn verði búinn slíku dómsvaldi,
að það verði í fullri samhljóðan við ályktunarvald alþingis í löggjafarmálum
og við framkvæmdarvald yfirstjórnarinnar. 4) að íslendingum gefist kostur á
að eiga atkvæðisrétt að jafnri tiltölu við aðra hluta ríkisins í öllum sameigin-
legunr málum alls konungsveldisins. Loks var þeirri ábendingu skotið inn í
bænarskrána, hvort ekki væri ástæða til að fela einum og sama embættismanni
hina síðustu meðferð þeirra mála, sem heyra ekki undir þá ráðgjafa, sem þess
konar mál liggja undir í gervöllu konungsveldinu, en hann beri síðan þau mál
fyrir konung til úrskurðar eða samþykkis.
Þessi tilmæli hænarskrár þeirrar, er alþingi sendi konungi 1853, reyndu
að tryggja íslandi ýtrasta sjálfsforræði, en studdist í sama mund við það stjórn-
arfyrirkomulag, sem danska stjórnin hafði boðað í hinni frægu tilkynningu 28.
janúar 1852 um nýja skipan konungsveldisins. Þar voru sérmál liertogadæm-
anna falin á hendur sérstökum ráðherrum, er lögðu þau fyrir konung einan
til úrskurðar. ViðJeitni alþingis að gera hlut íslands ekki minni að réttarstöðu