Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 193
ANDVAHI
SONATORREK
191
til hinum helgu tölum. Hér virðist því brestur í kerfinu, — og þó mun heilt vera.
Með brottfellingu hljóðs (r, 2. v.) og orðs (es, 19. v.) og óvæntu hljóði
(y, 17. v.) og orði (ok, 23. v.), sem sett eru í stað hins eðlilega hljóðs eða orðs,
vekur skáldið athygli á fjórurn atriðum, annars vegar þrern, sem virðast eiga
saman: r — es — ok (8 — 16 — 8), hins vegar einu: y í byrr (19). En þrátt fyrir
kynngimagnaðar tölur er slíkur tíningur hvergi sambærilegur við hin fögru hlut-
föll, sem leynast í vísuorðaskiptingu (Í20 + 2 -j- 72) og vísnafjölda kvæðisins
(24). Verður því að gera ráð fyrir, að skáldinu gangi eitthvað annað til en töl-
urnar einar. Ef marka má samanburðinn við Völuspá, er hér um að ræða dæmi,
sem lesandanum er ætlað að reikna og lesa (Sbr. „8 — 16 — 8“ og 16 rúnir
rúnastafrófsins yngra.). En leiðarvísir fylgir enginn. Þó er tvennt við að styðjast:
a) Lausnin er að öllum líkindum bundin efni kvæðisins — eins og í Völuspá.
b) Engin lausn getur verið rétt, nema dærnið g a n g i u p p. Þannig virðist ráðn-
ing þessa kynjamáls vera íþrótt, náskyld ráðningu dróttkvæðrar vísu, sem í eru
myrkar kenningar.
r — es — ok. Með orðunum „ulfs ok bági, vígi vanr“ (23. v.), er áherzla á
það lögð, svo sem áður getur, að herguðinn Oðinn sé andstæðingur Fenrisúlfs.
En af því að herguðinn var örlögunum ofurseldur, féll hann fyrir „Tveggja
bága“ í ragnarökum. Af því tilefni hefði einhver ásatrúarmaðurinn e. t. v. viljað
sagt hafa: „Þat es helnau8,“ en þessi orð viðhefur Egill um fall bróður síns
(10. Iv.). Séu þau nú höfð í huga og þess gætt, að fleygur kenningarinnar „ulfs
bági“: ok, situr í 8. saeti, ef svo mætti að orði kveða, er ekki ólíklegt, að skáldið
eigi við rún þá, sem skipar sama sæti, þó ekki stafinn sjálfan eða hljóðgildi hans,
heldur heitið: nau<5. Sé gert ráð fyrir því, fellur allt í ljúfa löð: r -f- es skráð
rúnum: reið — íss — sól eða R I °, má lesa ríss, þ. e. sem 3. persónu í eintölu
af sögninni að rísa (Sbr.: ,,Sá hón ... morðvarga risu,“ Vsp. 37.), en RISS
NAUÐ þýddi nákva^mlega: Harmur er að oss kveðinn.1) — Hafi Egill hugsað
svo, hefur hann væntanlega haft í huga nafnorðið ok, sem er náskylt nauð að
merkingu eða getur verið það (Sbr. ulf og orm í Vsp. 52.). Skáldinu hefur verið
það fróun í vanmætti þess gagnvart höfuðskepnunum — og mildað hug þess í
garð Óðins —, að jafnvel „geira dróttinn" og „sigrhpfundr" rnátti heygja sig
undir ok örlaganna: „ulfs ok bági, vígi vanr“.
byrr. I Völuspá (59. v.) er hið einkennilega y þessa orðs tengt stefjum kvæð-
isins — og r á s t í m a n s (fortíð, nútíð og framtíð. Sbr. 3X24 = 72.). Og engan
1) Orðlakið kvecía e-ð að e-m er ævagamalt og merkir, svo sem kunnugt er: valda e-m e-u
nreð göldrum. Unt so. rísa í fornu máli sbr. t. d.: sátt ríss, sakir rísa.