Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 54
52
HARALDUR ÓLAFSSON
ANDVARl
Helzta hlutverk Sila meðal Mið-Eskimóa er að ráða fyrir veðri, en jafnframt
eru mörg dæmi þess, að hún framkvæmi vilja Sednu í því sem öðru. Iglulik-
Eskimóar segja, að Sila og máninn séu þjónar Sednu og framkvæmi einungis
boð hennar.
Tarqeq, máninn, er dýrkaður frá Alaska til Angmagsalik. Dýrkun hans er
mest lengst í austri og lengst í vestri. Á Miðsvæðinu lara töframenn stundum
á fund hans og biðja um góða veiði. Rasmussen segir, að tarqeq (eða qaummat,
Ijósberi, eins og hann er sums staðar kallaður) sé eina aflið í tilverunni, er sé
mönnunum vinsamlegt. Idann er mönnum frekar til leiðbeiningar en refsingar.
Hann fylgist með því, ef menn rjúfa bannhelgina, og hann er eins konar frjó-
semisguð. Konur, sem geta ekki átt börn, leita til hans um hjálp. Hann ræður
flóði og fjöru og sjávarstraumum og stjórnar þannig að nokkru ferðum selanna.
Hrein-Eskimóar segja, að hann sé þjónn Pinga og flytji sálir hinna dauðu til
jarðar, þar sem þær líkamnast í mönnum eða dýrum. Þetta eru þeir guðdómar
Eskimóa, sem mest kveður að.
Það, sem einkum vekur athygli, er, hve lítillar virðingar þeir njóta. Sedna
er beinlínis hötuð, og hún hatar mennina og vill gera þeim allt illt. Sila er
einnig litin heldur ómildum augum. Það er helzt máninn, sem virðingar nýtur,
enda er hann mönnum fremur vinsamlegur. Sedna er merkilegust allra guð-
dóma Eskimóa, og öll hegðun þeirra hefur áhrif á hana, beint eða óbeint. Verður
reynt að sýna hér á eftir, hve nátengd hún er öllum þeim aragrúa af boðum og
bönnum, sem Eskimóar verða að fylgja og eru aðalatriðið í allri viðleitni þeirra
til að korna reglu á samfélagsform sitt.
4.
Eskimóar á Miðsvæðinu óttast mjög að láta það, sem viðkemur hafinu, kom-
ast í snertingu við það, sem tilheyrir landinu. Þessi aðskilnaður hafs og lands
er undirstaða margvíslegra banna og siða. Eskimóar segja, að þessi aðskilnaður
stafi af því, að Sedna hafi andstyggð á öllu, sem er ekki úr sjó, og hún hatar
landdýrin. Töframaðurinn Aua hjá Iglulik-Eskimótum orðaði þetta svo: ,,ÖI1
bönn og þær reglur, sem fyrirskipa aðskilnað landdýra og sjávardýra, stafa af
því, að þessi dýr em óskyld. Þar af leiðandi verður að halda þeim aðskildum,
því að við trúum því, að þau hafi ill áhrif hvert á annað og séu þannig hættuleg
mönnum. En það er ekki aðeins unr að ræða mun á sjó og landi, landdýrum og
sjávardýrum. Meðferðin á hverju einstöku dýri ræður miklu um áframhaldandi
veiði. Meðal Eskimóa eru margvíslegar og flóknar reglur um, hvernig á að með-
höndla veiðidýrin. Það verður að forðast, að land- og sjávardýr komi nálægt