Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 197
ANDVARI
SONATORREK
195
Þannig tengja þessa vísufjórðunga bæði efni og tölvísi, en umfram allt sam-
rærni tölvísinnar, tylftarkerfið: 12 vísuorð óbundin og 12\12 orð.
Að þessu athuguðu virðist ljóst, að skipting vísuorða kvæðisins í 120 og 72
og vísnafjöldinn 24 sýni berlega þá uppistöðu, sem skáldið vefur ívaf sitt í.
Annar talnagrundvöllur helgast af fjölda rúna í rúnastafrófinu yngra: 16. Að
auki er talan 19, óháð báðum þessum kerfurn. Á grundvelli tölvísi kemur þetta
í ljós:
2., 19. og 23. v.
1) r — es — ok:
Ríss nauð.
7. v., 5-6.
2) Sleit mars bgnd
minnar ættar.
10. V., 7-8.
3) Ættar skjpldr
af lífi hvarf.
17. v„ 5-8.
4) Byrr es býskips
í bœ kominn,
kvánar sonr,
kynnis leita.
1 þessum fjórum liðum felst kjarni Sonatorreks: Harmur er að oss
kveðinn. Meginbönd ættarinnar brustu, þegar sverð hennar og skjöldur dó,
sonur minn og konu minnar 19 ára gamall.
Sleit mars bpnd minnar ættar. í þessum orðum nær formleg hnitmiðun
hámarki í máli Sonatorreks. Með þeim tjáir skáldið veldisíofe ættar sinnar, en
síðasta orð setningarinnar er 144. orð kvæðisins. Með því lýkur tölfræðilegum
cyclus: 12X12. — Eigi nú einhver bágt með að trúa því, að unnið hafi verið
markvíst að þessu merkilega samræmi, getur sá hinn sami reitt sig á annað:
Egill hefur tekið eftir því, að þetta varð svona.
í sömu orðum Sonatorreks er enn annað í ótrúlegu samræmi við form kvæð-
isins: Sleit ... bpnd ... æ-ttar (Á eftir fer „þögn“, skarð fyrir snaran). Ættar-
böndin slitnuðu, og skáldið slítur vísvitandi bragarbönd, þar sem em hin