Andvari

Årgang

Andvari - 01.03.1968, Side 61

Andvari - 01.03.1968, Side 61
ANDVARI GUÐIR OG SELIR í TRÚARBRÖGÐUM ESKIMÓA 59 allt að mánuði eftir barnsburð, og verða þær að fylgja mjög ströngum reglum og ganga í gegnum margvíslegar hreinsanir. Þá er að geta þess, að strax frá fæð- ingu er farið að ala barnið upp, svo að það verði nýtur félagi í hópi ættmenna sinna. Sé um stúlkubarn að ræða, er allt tiltölulega einfalt. Stúlkur eiga að verða góðar og frjósamar eiginkonur og snjallar saumakonur. En drengir eiga hins vegar að verða veiðimenn, og þótt bægt sé að kenna þeim aðferðirnar og Eskimóar treysti vel tækni sinni, þá er það ekki nóg, ef ekkert veiðidýr er í nánd. Er því frá upphafi unnið að því að hæna veiðidvrin að honum. Móðir hans hefur alltaf vatnsskál við hlið sér. Dýrin frétta það og sækjast eftir að kom- ast þangað, af því að þau eru alltaf þvrst. Móðirin nýr kjötbitum við munn drengsins frá fyrsta degi, og á það að tryggja, að hann eigi ekki eftir að þola hung- ur. Frá unga aldri er svo hinn verðandi veiðmaður þjálfaður andlega og líkam- lega í því að veiða. Ungir drengir færa manninum í tunglinu vatnsfórnir og biðja hann um leið um góða veiði. Þá eru alls konar gripir nauðsynlegir til þess að tryggja veiðina. Geta þetta verið margvíslegir hlutir, fuglskló, álftargoggur, skinnpjatla, jafnvel hundaskítur eða padda eða þá steinn eða bein, hártætlur eða tófuklær. Voru þessir verndargripir hengdir utan og innan á föt barnanna. Til er á Þjóðfræðasafninu í Kaupmannahöfn úlpa af sjö ára strák og eru á henni 87 gripir til verndar. Eins og fram hefur komið, eru það veiðarnar, mataröflunin, sem mestu máli skiptir meðal Eskimóa, og það er því ekki nema eðlilegt, að langflestir siðir þeirra séu tengdir veiðum og veiðidýrum á einn eða annan liátt. Það er með- ferðin á veiðidýrinu og afstaðan til þess, sem öllu ræður um velferð fólksins. Paul Egede lýsir þessu vel: „Grænlendingarnir tala sí og æ um seli og það, sem þeirn viðkemur. Þess vegna er það, þegar maður á allan hátt hefur lýst fyrir þeim sælu himnaríkis, að þeir spyrja: Er þar mikið um sel?“ Veiðar eru alls ráðandi í lífi Eskimóa. Þeir tala varla um annað en sel og sel- veiðar. Sérstaklega voru Iglulik-Eskimóar og Netsilik-Eskimóar háðir selveiðun- um á vetrum. En hafa verður í huga, að selir voru ekki jafn mikilvæg veiðidýr og hreindýrin. Mið-Eskimóar lifðu á hreindýrakjöti mestan part ársins. Elins vegar voru selir einu veiðidýrin um háveturinn, þegar hungrið var alltaf á næsta leiti, og ekki má gleyma því, að eina ljósmeti þeirra var sellýsi, en án lampans og lýsisins hefði mannlíf aldrei þróazt þarna norður frá. Og þetta leiðir af sér, að veturinn var tími trúarathafna, og þá gengu hin ströngu boð og bönn í gildi. Sumarið var án trúarathafna, eins og frönsku þjóðfélagsfræðingamir Mauss og Beuchat hafa bent á. Þá vom sárfáar reglur í gildi, og ekkert bar á ótta við mátt- arvöldin. Hins vegar kom óttinn og varúðin með lækkandi sól og lengri nóttum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.