Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 61
ANDVARI
GUÐIR OG SELIR í TRÚARBRÖGÐUM ESKIMÓA
59
allt að mánuði eftir barnsburð, og verða þær að fylgja mjög ströngum reglum
og ganga í gegnum margvíslegar hreinsanir. Þá er að geta þess, að strax frá fæð-
ingu er farið að ala barnið upp, svo að það verði nýtur félagi í hópi ættmenna
sinna. Sé um stúlkubarn að ræða, er allt tiltölulega einfalt. Stúlkur eiga að
verða góðar og frjósamar eiginkonur og snjallar saumakonur. En drengir
eiga hins vegar að verða veiðimenn, og þótt bægt sé að kenna þeim aðferðirnar
og Eskimóar treysti vel tækni sinni, þá er það ekki nóg, ef ekkert veiðidýr er
í nánd. Er því frá upphafi unnið að því að hæna veiðidvrin að honum. Móðir
hans hefur alltaf vatnsskál við hlið sér. Dýrin frétta það og sækjast eftir að kom-
ast þangað, af því að þau eru alltaf þvrst. Móðirin nýr kjötbitum við munn
drengsins frá fyrsta degi, og á það að tryggja, að hann eigi ekki eftir að þola hung-
ur. Frá unga aldri er svo hinn verðandi veiðmaður þjálfaður andlega og líkam-
lega í því að veiða. Ungir drengir færa manninum í tunglinu vatnsfórnir og
biðja hann um leið um góða veiði. Þá eru alls konar gripir nauðsynlegir til þess
að tryggja veiðina. Geta þetta verið margvíslegir hlutir, fuglskló, álftargoggur,
skinnpjatla, jafnvel hundaskítur eða padda eða þá steinn eða bein, hártætlur
eða tófuklær. Voru þessir verndargripir hengdir utan og innan á föt barnanna.
Til er á Þjóðfræðasafninu í Kaupmannahöfn úlpa af sjö ára strák og eru á henni
87 gripir til verndar.
Eins og fram hefur komið, eru það veiðarnar, mataröflunin, sem mestu máli
skiptir meðal Eskimóa, og það er því ekki nema eðlilegt, að langflestir siðir
þeirra séu tengdir veiðum og veiðidýrum á einn eða annan liátt. Það er með-
ferðin á veiðidýrinu og afstaðan til þess, sem öllu ræður um velferð fólksins.
Paul Egede lýsir þessu vel: „Grænlendingarnir tala sí og æ um seli og það,
sem þeirn viðkemur. Þess vegna er það, þegar maður á allan hátt hefur lýst fyrir
þeim sælu himnaríkis, að þeir spyrja: Er þar mikið um sel?“
Veiðar eru alls ráðandi í lífi Eskimóa. Þeir tala varla um annað en sel og sel-
veiðar. Sérstaklega voru Iglulik-Eskimóar og Netsilik-Eskimóar háðir selveiðun-
um á vetrum. En hafa verður í huga, að selir voru ekki jafn mikilvæg veiðidýr
og hreindýrin. Mið-Eskimóar lifðu á hreindýrakjöti mestan part ársins. Elins
vegar voru selir einu veiðidýrin um háveturinn, þegar hungrið var alltaf á næsta
leiti, og ekki má gleyma því, að eina ljósmeti þeirra var sellýsi, en án lampans
og lýsisins hefði mannlíf aldrei þróazt þarna norður frá. Og þetta leiðir af sér,
að veturinn var tími trúarathafna, og þá gengu hin ströngu boð og bönn í gildi.
Sumarið var án trúarathafna, eins og frönsku þjóðfélagsfræðingamir Mauss og
Beuchat hafa bent á. Þá vom sárfáar reglur í gildi, og ekkert bar á ótta við mátt-
arvöldin. Hins vegar kom óttinn og varúðin með lækkandi sól og lengri nóttum.