Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 21
ANDVARI
KRISTINN ÁRMANNSSON REKTOR
19
Tómasson, síðar dr. med. og yfirlæknir á Kleppsspítalanum, bróðursonur
dr. Jóns Helgasonar biskups. Kona Helga var Kristín Bjarnadóttir, bónda
í Engey, Guðmundssonar. Var hún bekkjarsystir og samstúdent manns síns
og Kristins. Kristinn tók allverulegan þátt í félagslífi íslenzkra stúdenta í
Höfn, enda var hann um skeið formaður Islendingafélagsins þar. Kynnt-
ist hann þá auðvitað ýmsum íslendingum, bæði stúdentum og öðrum.
Samtímis Kiistni í Kaupmannahöfn voru t. a. m. Ilallgrímur Hallgríms-
son, síðar bókavörður á Landsbókasafni, Bjarni Jósefsson, síðar efnafræð-
ingur í Atvinnudeild Háskóla Islands, Páll Skúlason frá Odda, síðar rit-
stjóri í Reykjavík, Sigfús Halldórs frá Höfnum, rithöfundur, Björn Karel
Þórólfsson, síðar dr. phil., skjalavörður á Þjóðskjalasafni, Trausti Ólafs-
son, síðar efnafræðingur, Halldór Kolbeins, síðar sóknarprestur, Sigurður
Leví Pálsson, er lagði stund á hagfræði, en missti heilsuna síðar, Svein-
björn Högnason, síðar prófastur og alþingismaður að Breiðabólsstað í Lljóts-
hlíð, Sigurður Jónasson, síðar forstjóri í Reykjavík, o. fl.
Að Kristinn hafi þekkt alla þessa menn og umgengizt þá eitthvað, má
ráða m. a. af bók einni, sem hann hélt á þeim árum og kallaði „A Confession-
Book eller Spprgsmaal og Svar“. Þar er varpað fram ýmsum merkilegum
spurningum, sem bæði hann sjálfur og ýmsir vinir hans og kunningjar
spreyttu sig á að svara í sem skemmstu máli. Hefur hér að framan verið
getið einnar spurningar úr þessari bók. Skal það efni að öðru leyti eigi
nánar rakið. Hitt er óhætt að segja, að þar sé að mestu um sömu spurn-
ingar að ræða, sem á öllum tímum hafa áleitnar verið við hugsandi æsku-
menn, bæði stúdenta og aðra. Blandast hér saman á skemmtilegan hátt
bæði gaman og alvara, svo sem verið hefur háttur stúdenta á öllum öldum.
Við Kaupmannahafnarháskóla hafa löngum starfað frægir málfræð-
ingar, ekki sízt í klassískum fræðum. Einhver víðkunnasti maður í þeim
hópi er J. N. Madvig, latínusnillingur mikill, afburðakennari og meistari
í meðferð og útgáfu texta, svo að markað hefur spor í sögu klassískra
fræða. Hann var prófessor við Hafnarháskóla í hálfa öld, 1829—79, og
átti því orðið marga lærisveina, áður lauk. Tveir a. m. k. af lærifeðrum
Kristins Ármannssonar á hans Hafnarárum voru meðal síðustu nemenda
Madvigs og hinna merkustu. Voru það þeir Johan Ludvig Heiberg (1854—
1928) og Anders Björn Drachmann, sem fæddur var 1860.
Um Heiberg er kunnugt, að hann dáði mjög Madvig og var honum