Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 154
152
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
jjpglan. Sjálfsagt hefur þótt að breyta „þaugla“ (hdr.) í kpggla (útgg.), svo
að það stuðlaði við karskr. En þá er Katli Jörundssyni ekki aðeins ætlað að hafa
ruglað saman kvisti k sins og belg þ-sins, heldur og að hafa lesið — og skrifað
— stafkrók, sem stóð ekki í heimild hans, þ. e. a. s. legg þ-sins neðan línu. Hefði
umræddur stafur verið máður í frumriti og séra Ketill þurft að lesa í málið, hefði
hann að öllum líkindum skrifað k, því að hann vissi ekki minna urn stuðlun en
vér nútímamenn. Líkurnar til þess, að Ketill Jörundsson hafi skrifað þ fyrir k,
eru því litlar. Hins vegar er Ketill ber að því að gleyma nefhljóðstákni yfir staf:
misvinur (K) fyrir Míms vinr (Sjá hdrr. Sn.-E., St. 22.) og vida voll (K) fyrir
víðan v<?ll (M, W; 31. lv. Eg.). Þess vegna leyfi ég mér að gizka á, að það hafi
hent hann einnig hér.
Þó að sanna mætti, að í heimild séra Ketils hafi staðið „þQglan", en ekki
»kQggla“, væri fyrir því ekkert víst um gerðir Egils í þessu efni, nema Ketill
hefði haft fyrir sér „frumrit“ hans. Líkurnar til þess, að Ketilsbók geymi um-
rætt orð — í aðalatriðum — rétt, eru því eingöngu komnar undir merkingu þess
og samhengi við önnur orð í vísunni. En að því er stuðlun snertir, ber þess að
minnast, að Egill Skalla-Grímsson lét sér fátt fyrir hrjósti brenna — í orði sem
á borði.
þpgull frændi hr0rs.
hr0r: dauði (= hr0r í næstu vísu).
frændi (< fríandi, af fría: frjá, elska): unnandi, vinur. Sbr. a) andstæð-
urnar frændr — fjandr: „sem frændr, en eigi fjandr“ (úr Grágás. Sjá
Fritzner: frændi 1.), b) orðasambandið frændi skyldr (Egils sögu. Sjá
Egluskýringar Halldórs Halldórssonar, 25. bls.).
þpgull vinur dauðans: Egill sjálfur, sem var tregt tungu at hrœra (1. v.) og
þráði dauðann.
þpglan frænda hr0rs = sik (afn.).
ríða (< vríða): flétta, hnýta, snúa, vinda.
ríða sik: engjast. Sbr. dönsku: vride sig.
herr: nakinn (Sbr. n0kk- í npkkverr, 3. v.).
of, merkingarlaust sniáorð.
heita, frumlagslaus umsögn: heita menn, þ. e. kalla, segja.
hlýðagi. 1 handriti stendur „hlýðigi", en ekki mun -i- vera annað en eins konar hljóðvarp
a£ a. Hljóðvarpsvaldarnir eru bæði á undan og eftir, þar sem eru hin nálægu og frammæltu hljóð
ý °f? gi (= ji), svo og sérhljóð orðsins, sem á eftir fer: myni.
Efni aukasetninga er þetta; úr því að sagt er (menn segja), að eigi muni stoða.