Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 200
198
ÓLAFIIR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
GEYMD SONATORREKS
í greinargerð fyrir handritum Höfuðlausnar Egils (Den norsk-islandske
Skjaldedigtning A, I, 35) gerir Finnur Jónsson — eins og fleiri — ráð fyrir,
að Ketilsbók hafi verið skrifuð eftir skinnhandriti, sem nú er aðeins til brot
af, brotið e í AM. 162 A, fol. Og Finnur segir, að því er snertir kvæðið: ,,jfr.
den unöjagtige afskrift deraf i AM 453, 4° (K).“ Þetta gæti bent til hroðvirkni
eða breytingagirni Ketils Jiirundssonar, og skyti þar skökku við, ef borið væri
saman við uppskrift hans af Sonatorreki, sem virðist í alla staði vera strang-
fræðileg. „En sé brotið a borið saman við K, kemur í ljós að engu minni líkur
eru til að séra Ketill hafi farið eftir því broti það sem það nær“ (Jón Helgason:
Athuganir um nokkur handrit Egils sögu, Nordæla, 111. bls.). Brotið « nær
ekki til Höfuðlausnar. Af þeim sökum — og reyndar fleiri, sem Jón Helgason
rekur (112. bls.), — er atbugasemd Finns Jónssonar engan veginn áreiðanleg
vísbending um vinnubriigð Ketils Jörundssonar. I lins vegar ber Sonatorrek, eins
og það stendur í K, séra Katli fagurt vitni og skipar honum á bekk með bjarg-
vættum norrænna fræða. Frumrit hans af kvæðinu befur átt djúpar rætur og
ólúnar, hvert sem það hefur verið, sennilega sótt í aðra heimild en allur annar
kveðskapur Egils sögu í Ketilsbók.
Eins og kunnugt er, skrifaði séra Ketill Egils sögu tvívegis í heilu lagi, í
síðara sinnið (AM. 462, 4to) sýnilega eftir frumriti sjálfs sín (AM. 453, 4to).
Yngri bókin (108 blöð) er í minna broti en hin eldri (94 blöð), svo að munar
um sentímetra á hvorn veg eða — á hæð — nálega tveimur línum að jafnaði á
bverri blaðsíðu. Tólf blöð yngri bókarinnar eru skrifuð með annarri hendi en
séra Ketils, vafalaust endurnýjuð vegna skemmda (átta fyrstu blöðin: 1,—16. bls.,
síðasta blaðið: 219.—220. bls., og þrjú blöð önnur: 29.—30. og 207.—210. bls.).
Sonatorrek stendur á 194,—196. bls.
Að undanskildum nokkurum mun á böndum og stafsetningu (t. d. edr —
edr, mars — mars, þann — þrmn; hvor — hver, sjerhvor — sjerhver; ridur —
ridr, vaxed — vaxid, þokt — þockt) er texti Sonatorreks hinn sami í Ketilsbók
eldri og yngri nerna í þrem greinum:
1) brödr hjer (15. v.) > brödr hrer (AM. 462, 4to),
þ. e. bróður brpr f. bróður bér,
2) signr haufunde (21. v.) > sigur baufundr (AM. 462, 4to),
þ. e. sigrhofundr f. sigrhpfundi,