Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 27
ANDVARI
KRISTINN ÁRMANNSSON REKTOR
25
Ármannssyni var veitt kennsla við skólann í vetur. En það er alls ekki rétt,
að ég hafi þarna stofnað nýtt embætti.
Svo stóð á, að þessi gáfaði og efnilegi maður hafði lokið meistaraprófi
í grísku og latínu og bauðst honurn adjunktsembætti í Ribe í Danmörku.
Mikilsmetnir menn, bæði við menntaskólann og utan hans, töldu, að knd-
inu væri skaði að því að missa þennan mann. Og vegna ágætra meðmæla
frá kennurum menntaskólans og annars staðar frá, var honum gefinn kostui
á að kenna við skólann í vetur."1)
I þessum köflum úr Alþingistíðindunum (1924) kemur einkar glöggt
fram, bvert álit menn höfðu á Kristni Ármannssyni, menntun hans og
kennarahæfileikum. Þar voru allir samdóma, þó að stjórnarandstæðingar
reyndu að halda því fram, að hér hefði stjórnin í rauninni verið að stofna
nýtt embætti án heimildar þingsins.
Kristinn Ármannsson byrjaði að kenna við Menntaskólann einmitt
sama haustið, sem ég og mínir samhekkingar hófum þar nám, haustið
1923. Er oss enn í fersku minni, hve góðan þokka hinn ungi kennari bauð
af sér. I allri framkomu var hann fágaður og vandaður, svo að af bar. Hann
umgekkst oss busana eins og værum vér fínt fólk, bað oss afsökunar,
hvað lítið sem út af bar og þakkaði oss fyrir frammistöðuna, jafnvel þó að
vér stæðum á hvínandi gati. En þó að hann tæki á oss með þessum silki-
hönzkum, þá fundurn vér, að höndin var styrk, sem leiddi oss hina tor-
sóttu leið námsins. Og hver vildi ekki líka leggja örlítið meira á sig en
ella til að þóknast þessum prúða öðlingi, sem birti oss með framkomu
sinni einni þau óvæntu tíðindi, að vér, busar, værum einnig menn og ætt-
um því hlutdeild í ákveðnum mannréttindum, m. a. þeim, að komið væri
fram við oss af fullri kurteisi?
Einn eiginleiki öðrurn fremur virtist Kristni hafa verið í hlóð borinn,
skyldurækni. Það var sama, hvað það var, sem hann tók sér fyrir hendur,
öllu vildi hann gera eins góð skil og kostur var á. Hver kennslustund virt-
ist vera nákvæmlega undirhúin. Hvert atriði í texta var rækilega útskýrt
og eigi látið staðar nuinið, unz allt lá ljóst fyrir. Vildi hann venja nem-
endur sína við hina sömu nákvæmni og samvizkusemi, sem hann hafði
sjálfur tamið sér. Er mér minnisstætt, að Kristinn tók upp þá nýbreytni í
1) Alþingistíðindi 1924, D, bls. 220 o. áfr.