Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1968, Page 121

Andvari - 01.03.1968, Page 121
ANDVARI GRÍMUR THOMSEN OG ARNLJÓTUR ÓLAFSSON 119 hverjum manni betur vígur. En þeir sigrar, er hann vann á þann hátt, felldu aðeins á hann nýja sektardóma almennings. Einkum voru slíkir dómar á hann felldir fyrir tvennt: Annað var, að hann náði í bréf, er Jón Sigurðsson ritaði tryggustu fylgismönnum sínum varðandi undirbúning dönsku stjórnarinnar við samning laganna um stöðu íslands í danska ríkinu og jafnframt um það, hvaða viðbúnað helzt væri hægt að hafa gegn slíku. Arnljótur gerði sér hægt um hönd og birti bréf þetta í Norðanfara, blaði á Akureyri. Af þessu risu blaðadeilur við Jón á Gautlöndum, sem leit á þetta sem landráð, en Arnljótur beitti þá slíkri vígfimi, að mönnum mátti sýnast, sem hans málstaður væri betri. Hitt var, að sóknarmanni hans einum varð það á, er honum þótti skagfirzkt hrossastóð verða of áleitið við tún sitt, engi og hey, að hann rak það upp í skál í fjallinu yfir dalnum, þar sem hrossin fundust dauð eða dauðvona um haustið. Þetta þótti óverjandi mál, en Arnljótur fann ráð til að hjarga því fyrir bóndann. Hvort tveggja þetta er vissulega „hryðjusaga“. En um þaÖ má líka segja, einkum hið síðara: Ýmsar sögur annarlegar Arnljóts fara lífs um skeið. En fátækum hann þyrmir þegar og þeim, er fara villir vegar, vísar hann á rétta leið. Allt þetta, sem hér hefur verið frá sagt, gerðist á fyrstu árunum eftir að Grímur bóndi á Bessastöðum kom heim til Islands, og á þessum sömu árum orti hann kvæðið um Arnljót gellina, ég veit ekki, hve seint eða snemma, líklega eru engar heimildir til um það lengur. En ef hugboð mitt er rétt, hefur hann ekki ort kvæðið fyrr en að öllum þessum atburðum loknum. Af kvæðinu er það aug- ljóst, að skáldið hefur rnikla samúð með útlaganum, skógarmanninum, hvaða Arnljótur sem það annars var, sem því var efst í huga, er kvæðið var ort. Svo skal ég að lokum skýra frá því, sem mér hefur einkum fundizt styðja þetta hugboð mitt. Þegar kosið var til fyrsta löggjafarþings okkar 1874, bauð Arnljótur sig fram í kjördæmi sínu, Eyjafjarðarsýslu. Enn náði hann ekki kosn- ingu, heldur voru kosnir Einar Ásmundsson í Nesi, bóndi utan kjördæmisins, og Snorri Pálsson verzlunarstjóri á Siglufirði, útkjálkamaður í kjördæminu. Því sat Arnljótur ekki fyrsta löggjafarþing okkar 1875. En hann kom þó til þings á kjörtímabilinu og það þegar á annað þing þess, 1877, og þá sem fyrsti þing- maður fyrir Norður-Múlasýslu. Þetta gerðist með nokkuð óvenjulegum hætti. Árið 1874 var Páll skáld Ólafsson kosinn 1. þingmaður þessa kjördæmis. En honum leiddist þingsetan, naut sín þar ekki, tók þar því aldrei til máls. Til þess er vitnað í það eina skipti, er Austfirðingar náðu sér niðri á Páli i kveðskap: Þegar Páll á þingi sat þjóðinni til minnknnar, þagði hver sem þagað gat, þá voru drepnir tittlingar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.