Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 117

Andvari - 01.01.1988, Side 117
ANDVARI HJÁLMAR í bólu og rómantíkin 115 fremst sem „alþýðuskáld“. Því verður haldið fram að þar hafi sameiginlegur skortur á skólagöngu, ásamt því að báðir ortu rímur, orðið til þess að hann hafi verið settur niður við hlið Sigurðar Breiðfjörðs“ (271). í framhaldi af þessu telur Eysteinn að Hjálmar hafi „hreint ekki verið eins ósnortinn af rómantík samtíma síns og menn hafa talið“ (275). Hér kveður mjög við annan tón en þann vanalega. „Því Hjálmar var kolsvartur raunsær hrafn í hópi bláfugla rómantísku skáldanna,“ segir Stefán Einarsson í bókmennta- sögu sinni.6 II I þessari grein verður rætt nokkuð um staðhæfingu Eysteins um tengsl Hjálmars við rómantíkina og rökstuðning hans fyrir henni. Fyrst verður þó vikið fáeinum orðum að þeirri fullyrðingu Eysteins að ekki sé rétt að líta á Hjálmar eingöngu sem alþýðuskáld. Hér eru ekki tök á að gera viðhlítandi grein fyrir skáldum 19. aldarinnar, en ljóst er að þeim má skipta í nokkra meginhópa. í fyrsta hópnum eru skáld sem nutu umtalsverðrar skólamennt- unar og tengdust erlendum bókmenntum með einum eða öðrum hætti, hvort heldur það voru bókmenntir upplýsingar, rómantíkur eða raunsæis. Oftast eru þetta embættismenn eða sjálfstæðir fræðimenn og rithöfundar. í öðrum hópnum eru eiginleg alþýðuskáld landsins, vinnu- eða förufólk sem naut lítillar eða engrar menntunar og grundvallaði kveðskap sinn eingöngu á ■nnlendum hefðum. í þriðja hópnum eru svo sjálfmenntuð skáld, oft bændur, sem standa einhvers staðar á milli hinna hópanna tveggja. Þau eru mótuð af hefðinni en hafa veður af nýjungunum. í þessum síðasta hópi á Hjálmar tvímælalaust heima og þar hlýtur Sigurður Breiðfjörð einnig að eiga sess, þótt skáldskapur hans sé að mörgu leyti ólíkur skáldskap Hjálmars. Hjálmar átti það jafnvel til að gagnrýna Sigurð óbeint þegar hann orti um ungu skáldin sem kveða í „gjálífum Breiðfjörðs anda“ (526). Hugmyndir Hjálmars um skáldskap eru reyndar um margt athyglisverðar °g verðskulda að þær séu skoðaðar í tengslum við þá strauma sem léku um íslenskan bókmenntaheim á síðustu öld og kveðskap Hjálmars sjálfs. Þannig gagnrýnir Hjálmar til dæmis í einu kvæða sinna Símon Bjarnarson Dalaskáld fyrir fyrnsku og óskýrleika í máli: „Edduprjál / aftrar gæðum, / óskírt mál / spillir kvæðum“ (479—80). Hér virðist viðhorfið það sama og hjá menntuðu skáldunum, hvort heldur Benedikt Jónssyni Gröndal, sem einnig gagnrýndi þá skálda fanta sem „klemma kraft úr máli, / og andagiftu alla skemma / Eddu prjáli“,7 eða Jónasi Hallgrímssyni. En þegar kvæði Hjálmars eru lesin sést að hann gerir sig sjálfan iðulega sekan um fyrnsku og óeðlilega málnotk- Ur>, sérstaklega í elstu kvæðunum. Símon Dalaskáld kvað líka eitt sinn: >>Hjálmar níðir nýrri tíðar skáldin, / í brags klípu máls um mó / með orðskrípi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.