Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 123

Andvari - 01.01.1988, Side 123
ANDVARI HJÁLMAR I BÓLU OG RÓMANTlKIN 121 Þessi sýn á veturinn er augljóslega í fullkominni andstöðu við glæsi- myndina sem Bjarni Thorarensen dregur upp af honum í Ijóðum sínum. Hér ríkir óvægið raunsæi bóndans, þess sem á alla lífsafkomu sína undir tíðarfari °g gróðursæld og hefur ekki efni á að lofa aðra árstíð en þá sem færir björg í bú. ,,Þorrakveðja“ Hjálmars er í samræmi við þetta köld og án eftirsjár: ,,Hvítur Þorri flæmist frá / fjandi leiður öllum“ (111). Um vorið og sumarið yrkir Hjálmar af ólíkt meiri hlýju, það er að segja þegar vel árar. Þetta eru í augum hans tímar fegurðar, gleði og orku, með öðrum orðum forsendur lífsins. í áður nefndu kvæði, „Vetur og sumar“, segir: Sumar fríðan kembir krans, kraftur fœðist geði. Fumar blíðan leiðir lands, lífið klæðist gleði. (113) Þannig er viðhorf Hjálmars til árstíðanna gjörólíkt viðhorfi Bjarna. Sú staðreynd felur þó ekki í sér beina afneitun á tengslum hans við rómantíkina. Sem kunnugt er voru flest skáld rómantíkurinnar ákaflega miklir unnendur vors og gróðurs og féllu ekki jafn auðveldlega fyrir ógnþrunginni náttúru Islands og Bjarni Thorarensen. En hann hafði líka séð svo margar vorvísur sér til leiðinda!12 Ef leita ætti að tengslum náttúruljóða Hjálmars við róman- tíkina væri því ef til vill vænlegra að bera þau saman við kveðskap „vor- skáldanna“ en vetrarljóð Bjarna. í þessu samhengi má benda á eftirfarandi erindi úr „ísland fagnar konungi sínum á Þingvelli 1874“ sem skáldið kveður í orðastað fjallkonunnar: „Liljurnar mínar lít hér á, / Ijósfagrar, enn þótt séu smáar, / fífilinn minn og fjólur blá / ogfannhvíta skrúðið Baldursbráar“ (15). Svona dæmi eru reyndar fá og strjál í kveðskap Hjálmars. Þannig staldrar hugur hans sjaldan við ónýt smáblóm. Það er frekar að hann skoði landið með uugum bóndans eða trúmannsins, eins og til að mynda í kvæðinu „Á sumar- daginn fyrsta“. Það kvæði er öðrum þræði búnaðarþankar í anda upplýsing- arinnar, hvatning til manna að stunda jarðrækt af alefli, akuryrkju og tún- vinnslu, girða landareignir, byggja hlöður og safna forða til mögru áranna. En þar er náttúran einnig túlkuð út frá kristilegum hugmyndum. Morgunsólin láknar dýrð upprisunnar en kvöldsólin dauðann. Það sem hér hefur verið sagt felur ekki í sér að Hjálmar hafi verið alls ósnortinn af náttúrukveðskap Bjarna. Þannig vitnar til dæmis kvæðið ’,Þjóðfundarsöngur 1851“ greinilega um kynni hans af kvæðum Bjarna, „Islandi“ og „íslands minni“. Um leið má glöggt sjá það af þessum kvæðum hve ólík skáld þeir Bjarni og Hjálmar eru í raun og veru. Þar sem Bjarni lofsyngur hörkuna sem einkennir landið leggur Hjálmar áherslu á það hvernig harkan hefur farið með landið og þjóðina. í augum Bjarna er landið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.