Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 128

Andvari - 01.01.1988, Side 128
126 MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON ANDVARI tvinnuð saman með ótvíræðum hætti. Mótaði það skipan einstakra táknkerfa eða merkingardeilda, tryggði og einræði ákveðins hugsunarháttar. Er leið að lokum aldarinnar tók kerfið að kvika. Ósamræmi skapaðist milli þekkingar og valds er leiddi á stundum til gagngerðra umskipta: hið illa snerist í andstæðu sína, óreiðan varð að reglu, uppreisnin að lífshætti. f*að sem verið hafði klám, níð og vitleysa vann sér tilverurétt innan ritaðs máls. Á þessum tíma breyttist hugsunarháttur manna í grundvallaratriðum. Breytingin varð þó ekki í einu vetfangi heldur á löngum tíma. Ferlið mótsagnakennt og með ýmsu móti á ein- stökum sviðum. Segja má þó að þekking sem legið hafði í þagnargildi, verið bæld eða í jaðarstöðu, hafi brotist fram og orðið máttug í allri umræðu. Vett- vangur skapaðist fyrir stríð hugmynda og lífsskoðana. Breytingin fól ekki í sér algert afnám þess sem fyrir var né heldur verður hún rakin til ákveðins atburðar eða bókmenntaverks. Feir sem um tímabilið hafa fjallað hneigjast þó til alhæf- inga af slíku tagi. Þannig héldu Sigurður Nordal, Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson því fram á sínum tíma að 20asta öldin hefði í raun hafist með heimsstyrjöldinni fyrri, 1914-1918.2 í nýlegu riti eftir Halldór Guðmundsson er fullyrt að íslenskar nútímabók- menntir hefjist á þriðja áratug þessarar aldar með tveimur verkum, Bréfi til Láru (1924) og Vefaranum mikla frá Kasmír (1927). Einnig er staðhæft að sögumaður Bréfsins sé „fyrsta 20. aldar hetja íslenskra bókmennta1'3. Að mínu mati er hér um mikla einföldun að ræða eins og síðar getur. Menningarhugtak Halldórs er einnig óljóst. Þannig virðist hann ekki gera mun á samfélags- og menningarbyltingu4, setur og jafnaðarmerki milli menningarbyltingar og áreksturs íslenskrar og erlendrar menningar5. Slíkur árekstur réði þó ekki úr- slitum. Forsendurnar voru öðru fremur innlendar og fólust í breyttum afstæð- um þekkingarkerfis og samfélagsveruleika. Halldór fjallar lítt um samband trúarlegrar og rómantískrar orðræðu við nýjan tíma, þær hefðir sem komust á hreyfingu og brotnuðu niður eða birtust í breyttri mynd innan nýs samhengis. Þess í stað lýsir hann hugmyndum sem algengar voru í evrópskum aldamóta- módernisma og notar þær sem mælikvarða á „nútímaleika“ íslenskra bók- mennta. Gerir hann þó skýran greinarmun milli þeirra og bókmennta sem til urðu eftir fyrri heimsstyrjöld eins og þá hafi orðið hvörf sem skiptu öllum sköpum. Að mati Halldórs Guðmundssonar felst nýjung Vefarans mikla frá Kasmír meðal annars í uppgjöri höfundar við takmarkalausa sjálfhverfu alda- mótanna, ofurmennskubrjálæði og lífsfyrirlitningu. Skilgreining Halldórs er að ýmsu leyti hæpin því að stríðið hófst löngu áður en styrjöldin skall á. Aldamótamódernisminn verður ekki greindur með af- dráttarlausum hætti frá því sem síðar gerðist. Þannig glímdi Jóhann Sigurjóns- son við svipaðan vanda og Halldór Laxness: sjálfsmynd aldamótamanns, hömlulausa huglægni, hóflausa frelsiskennd, ofmetnað. Verk Jóhanns sýna til hvers hamslaus leit að þekkingu, ást eða valdi getur leitt brjóti hún í bága við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.