Andvari - 01.01.1988, Page 142
140
MATTHlAS VIÐAR SÆMUNDSSON
ANDVARI
merkingardeilda. Stundum birtist hann í skyndilegum hvörfum, rofi, snöggum
umskiptum. í öðrum tilvikum var hann hægur og stigbundinn eða þá aftur-
hverfur og framsækinn á víxl.
í skáldsagnagerð þessa tíma er Guði steypt af stóli. Ekki aðeins í þeim skiln-
ingi að lýst sé yfir dauða almættisins eða heimspekilegar umræður fari fram
heldur mynda nýjungar í hugarfari og frásagnartækni óguðfrœðilegt rými
innan skáldsögunnar. Heimurinn er eins og holaður að innan, gerður ankanna-
legur og áttlaus án þess að framandleikinn sé skýrður. Skáldsagan er guðfræði-
leg á meðan orðræða höfundar drottnar yfir frásögninni og raust hans yfirgnæfir
aðrar raddir. Hún er guðfræðileg á meðan formgerðin felur í sér eftirfarandi
atriði: höfund sem fellir efnivið sinn í lokað form og notar hann til að lýsa sjálf-
um sér — hugsun sinni, markmiði, boðskap. í slíkum tilvikum eru persónurnar
ekkert annað en leikbrúður sem lúta vilja herra síns. Hann drottnar yfir textan-
um líkt og einvaldur skapari með alla þræði í sinni hendi. Slík skáldsaga felur
loks í sér óvirka lesendur. Staða þeirra gagnvart textanum er svipuð og á milli
höfundar og persóna.
Þessi formgerð tekur að hrynja á umræddu tímabili. í fjölmörgum skáldsög-
um er skýrt frá lausn dulvitaðra óska eða hvata, brjáluðu lífi, uppreisn gegn
höfuðsannindum en um leið er skapað nýtt jafnvægi með afturhvarfi eða sýnd-
araðlögun. Heiminum er kippt í lið Hamlets. Tregðulögmálið sigrar. í öðrum
tilvikum er gengið mun lengra. Andstaðan rík gegn kyrrstæðri, lokaðri
formgerð. Vefarinn miklifrá Kasmír er gott dæmi um það. í skáldsögunni tak-
ast á ósamrýmanleg snið án niðurstöðu, heimspekileg kerfi leysa hver önnur
upp jafnframt því sem viðteknar málfars- og myndmálsreglur eru brotnar.
Fjallað er um stærstu ráðgátur lífsins, jaðaraðstæðum lýst, takmörkum sjálfs-
vitundar, tungumáls og menningar. í skáldsögunni eru andstæðar skoðanir
settar fram og komið í veg fyrir ótvíræðan skilning eða vafalausa túlkun. Text-
inn lýsir ekki með óyggjandi hætti líkt og fyrrum því að táknmyndir hafa glatað
festu sinni. Eðli hins sagða er stöðugt dregið í efa og boðið upp í dans við aðra
valkosti. Staða söguhöfundar hefur og breyst því nú er eins og hann sé á valdi
textans, staddur í iðunni miðri ásamt persónum sínum, sundurtættur milli and-
stæðra sjónarmiða. Raust hans er orðin að rödd meðal annarra radda.
í skáldsögu Halldórs Laxness sundrast hið heildstæða sjálf 19du aldar og
verður að safni mótstæðra skoðana og sundurleitra óska eða hvata. Með sög-
unni er að vissu leyti tekinn upp þráður 18du aldar þótt undarlegt kunni að
virðast. Fræðimenn hafa bent á að í bókmenntum þeirrar aldar sé oft lýst
sundruðu sjálfi sem ekki verði hamið í rökrænu formi persónuleika16. Hérlend-
is er Ólafs saga Pórhallasonar til vitnis um það en hún var skrifuð undir lok 18du
aldar og er til muna nútímalegri en skáldsögur næstu hundrað árin17. Söguhetja
hennar brýtur af sér menningarlegar viðjar og ferðast milli ólíkra tilverusviða —
efnisveruleika og hulduheims. Sjálf hennar óhamið, mótsagnakennt og án