Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 149

Andvari - 01.01.1988, Side 149
ANDVARI Ahrif siðbreytingarinnar á alþýðufræðslu 147 góðrar breytni í daglegu lífi. Krafan hljóðaði m.ö.o. upp á skilning á og innlifun í hinn helga texta.30 Þannig yrði orðibsaliggorende eins og kallað var af dönskum. Af augljósum ástæðum var torvelt að svara þessari kröfu með utanbókar- lestri. Merking orðanna verður ekki svo auðveldlega hugtekin og hugleidd meðan þau svífa í lausu lofti munnlegrar geymdar og hafa ekki öðlast sýnilega tilvist ritaðs máls. í þessum skilningi mátti með sanni kalla bóklausan mann blindan á sannindi trúarinnar. Meðan tilheyrandinn hafði ekki vald á rituðu (prentuðu) máli, hlaut margt guðsorðið að láta í eyrum hans sem töfrafor- múla; og að sama skapi var ástæða til að efast um vakningaráhrif þess. Nauðsynlegt er að gera sér þess grein að kristileg uppfræðsla var ekki bundin slíkum takmörkunum aðeins á sjálfri siðskiptaöldinni heldur miklu lengur í mýmörgum tilvikum. Ég hef þannig leitt tölulegar líkur að því að um aldamótin 1700 hafi ekki nema u.þ.b. sex af hverjum tíu húsbændum verið nokkurn veginn læsir á guðsorð, þ.e. kunnuglegan texta, og voru þeir þó miklu betur á vegi staddir að þessu leyti en bæði húsmæður og vinnufólk.31 Að því er varðar skilyrði til bóklegrar fræðslu og lestrarkunnáttu verður ennfremur að hafa ríkt í huga að sóknarprestar áttu í þessu efni allt komið undir atfylgi og aðstæðum húsráðenda; því hér á landi höfðu þeir enga stoð af meira eða minna sérhæfðum kennslukröftum í líki djákna eða skólakennara, eins og gerðist á öðrum Norðurlöndum eða í þýsku ríkjunum. ísland sýnir þannig einstakt dæmi um lúterska siðbreytingu er gekk fram án þess að barnaskólar kæmu til skjalanna.32 Það er æði kaldhæðnislegt að efna- og umkomuleysi íslendinga varð þess valdandi að hér skapaðist tilraunastöð fyrir upprunalega hugsjón siðbreytingarmannsins þýska um heimilið sem ákjósanlegastan vettvang kristilegrar barnafræðslu.33 Þegar athuga á þróun þessarar fræðslu, er því mikilvægt — til þess að raunsær skilningur fáist á öllum aðstæðum hennar— að gefa gaum að gerð og starfsháttum heimilanna í landinu.34 Ég hef reynt að rökstyðja þá tilgátu að læsi í hinum sögulega, trúarlega skilningi hafi haldist náið í hendur við bókvæðingu íslenskra heimila frá •okum 16. aldar fram undir miðja 18. öld. Skal nú gerð örstutt grein fyrir helstu atriðum þessa rökstuðnings. Aðferðina sem beitt var til að prófa ofangreinda tilgátu mætti kalla aftur- verkandi tölfræðiaðferð. í fyrsta lagi vann ég upplýsingar úr sálnaregistrum áðurnefndra níu prestakalla frá árunum 1748-1763 um bóklæsi heimilis- manna annars vegar og bókaeign beirra hins vegar. Er þá átt við trúarleg rit sem voru hin einu er prestum var skylt að skrá.35 Upplýsingar um þetta atriði fyrirfundust í registrum sex prestakalla af þessum níu36 eða varðandi samtals 108 heimili.37 í töflu 1 er þessum heimilum skipt í sex flokka, allt frá þeim sem töldu enga bók til heimila sem tíunduðu 10 bækur eða fleiri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.