Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 153

Andvari - 01.01.1988, Page 153
andvari ÁHRIF SIÐBREYTINGARINNAR Á ALPÝÐUFRÆÐSLU 151 Niðurlag Að framan hafa verið leidd rök að þeirri tilgátu að bóklæsi á íslandi hafi vaxið nokkurn veginn samfellt frá lokum sextándu aldar fram á hina átjándu. En jafnframt má ráða af eðli bókakostsins að læsið hefur verið æðifrumstætt, a.m.k. fjarri því að svara nútíðarkröfum um skilvirka lestrarkunnáttu. Ætla má að hjá þeim hluta almennings sem taldist bóklæs hafi kunnáttan ekki rist dýpra en svo að menn yrðu læsir á þekktan texta (bænabókarfærir). Hún svaraði þó þeirri kröfu að á sem flestum heimilum fyrirfyndist einhver, yfirleitt húsfaðirinn eða húsmóðirin, er gæti fylgt eftir prédikun sóknar- prestsins með guðsorðalestri fyrir heimilisfólk. Húslesturinn, húsandaktin, var félagsleg athöfn, byggð á lestrarkunnáttu sem aðeins minnihluti heimil- isfólks hafði á valdi sínu. Það var slíkt læsi sem lútersk kirkjuyfirvöld kapp- kostuðu að efla fyrstu tvær aldirnar eftir að hinn nýi siður var upp tekinn á Islandi. Fyrst með píetismanum, fyrir þrýsting erlendis frá, var stigið næsta skrefið í lestrarkennslu (alfabetiseringu) íslendinga: í tengslum við ferm- inguna var þá farið að krefjast þess að hver uppvaxandi þegn næði valdi á prentuðu máli, „t.d. sálma- og guðspjallabók“, eins og kveðið var að orði í konungsbréfi til Skálholtsbiskups árið 1790.42 Menn veiti því eftirtekt að viðmið læsisins er hér enn hátrúarlegt, þ.e. hinn kunnuglegi texti guðsorðabókarinnar. Læsiskrafan, sem gilti nú ótvírætt um alla jafnt háa sem lága, hvíldi sem sé enn í hinum evangelísk-lúterska skilningi á sambandi trúaðs manns og opinberaðs texta. Skv. þessum skilningi bar ekki neina sérstaka nauðsyn til þess að almenningur yrði fær um að rita eigin hugsanir á blað — eða það sem heitir á mæltu máli að verða skrifandi. Læsið opnaði leið að fyrirfram gefnum boðskap en skriftarkunnáttan var hins vegar til þess fallin að miðla boðum og hugmyndum milli misjafnlega inn- rættra einstaklinga. Sem fræðslumarkmið styðst þannig skriftarkunnáttan við miklu veraldlegri rök en læsið sem verður ekki aðskilið í fræðslusögu okkar frá lúterskri siðbreytingu.43 Ég get ekki skilist við þetta mál án þess að minna á að framangreind túlkun á áhrifum siðbreytingarinnar á íslenska alþýðufræðslu einskorðast við trú- fræðsluna og það læsi sem af henni óx. Þetta leiðir af eðli málsins þar sem ekki var mælt fyrir um aðra fræðslu af yfirvöldum. Á hinn bóginn er víst að íslenskur almenningur hefur ekki nærst af guðsorði einu saman, hvorki fyrir siðbreytingu né eftir. Um þetta vitnar óþrotleg iðkun sagnaskemmtunar og skáldskapar af ýmsu tagi er gengur eins og rauður þráður gegnum íslenska menningarsögu.44 Það væri út af fyrir sig nærtækt viðfangsefni að kanna eftir föngum áhrif siðbreytingarinnar á þessa iðkan, ekki aðeins að því er varðar framleiðslu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.