Andvari - 01.01.1893, Blaðsíða 11
5
við ramman reip að draga, er liið efsta andlega vald
að mestu leyti fluttist inn í landið 1874 í hendurnar
á ráðríkum landshöfðingja, og hægra átti vissulega
Finnur biskup með að verja sess sinn fyrir amtmanni
Fuhrmann, og Hannes biskup Finnsson fvrir Levetzau,
heldur enn Pjetur biskup fyrir Hilmari Finsen, er
einn hafði eyra stjórnarinnar. Enda var Pjetri
biskupi betur gefið að vinna með lagi en með stífni,
og sízt var honum eðlilegt, að ganga í berhögg við
þá, sem yfir hann voru skipaðir. Hann átti ekkert
skylt við þá Cyprianus og Staða-Árna; var eigi
ráðrikur af náttúru, miklu fremur varfærinn en
einarður og kunni bezt við að allt gengi friðsamlega
og vanðræðalaust. En — fundið mun hann hafa til
þess niðri í, hversu nærri valdi hans var stundum
sorfið.
Hann sýndi þrek í öðru, sem meira er um vert,
en að »yfirvinna borgir*. Hann var stilltur maður
vel, stjórnaði manna bezt geði sínu og tilhneigingum
og varð þess betri maður, sem hann varð eldri.
Þótt hann, að öllu samanlögðu, eigi 'værTannað
eins mikilmenni, eins og sumir af vorum fyrri bisk-
upum, þá er og verður hann þó einn af þeim son-
um Islands, sem fósturjörðin hefur sóma af.
Jeg hefi ritað það, sem á undan fer, eins og
jeg' veit rjettast og sannast, kalalaust og smjaður-
laust. Eigi æfiminningar að hafa nokkra þýðingu,
ber að sneiða jafnt hjá ofhóli, sem oflasti. Að öðrum
kosti gjöra þær fremur skaða en gagn, og eru
hvorki til eptirdæmis nje viðvörunar.
Gr. Th.