Andvari - 01.01.1893, Blaðsíða 61
55
»Sá sem að eigin á afl
»aldregi treystir nje reynir,
»byltinga hættlegt um haf
»hrekst fyrir vindi og straum,
»allt eins og ítalaust fley
»ellegar sjóbarinn drumbur,
»rán sem að skellir við sker
»skolar svo brotnum á land«.
Á Bretlandi voru þeir menn, sem byrjuðu kaup-
fjelagsskapinn, ófróðir í verzlunarefnum. Það gjörði
þeim auðvitað ýmsa erfiðleika, en þeir vissu, að lijer
var ekki annað vænna ráð fyrir hendi, en að gjöra
sjálfir það sem gjöra þurfti og leita ekki liðsinnis í
því efni hjá kaupmönnum. Þeir voru einbeittir, og
þeim tókst að sigrast á erfiðleikunum. Allt fór slysa-
laust, og fyrir lifandi löngu hafa kaupfjelögin á
Bretlandi fengið eins verzlunarfróða starfsmenn og
kaupmannastjettin.
Margir munu imyndá sjer, að erfiðara sje að
stofna kaupfjelög hjer á landi en á Bretlandi, og
telja til þess meðal annars:
1. Að hjer á landi þurfi langtum meira veltu-
fje til að byrja með, af því að kaupfjelög vor geti
ekki keypt vörur sinar nema einu sinni, mest tvis-
var á ári, en á Englandi kaupi menn nauðsynjar
sínar allt af smám saman, og þurfi kaupfjelögin þar
því ekki að kaupa mikinn vöruforða í einu; þess
vegna geti þau verzlað með sama fjeð opt á ári,
en vjer ekki nema einu sinni eða tvisvar. Af þessu
leiði aptur, að ensku kaupfjelögin geti haft meiri
ágóða af sinu veltufje en vor kaupfjelög og fært
þó vöru sína minna fram.
2. Að vjer sjeum langt frá heimsmarkaðinum
og eigum því óliægt með að vita hvað þar fer fram,
hvað vöruverði líður o. s. frv. Bretar sitji á miðjum