Andvari - 01.01.1893, Blaðsíða 21
15
nema á einum stað áður, vestur á Snæfjallaströnd,.
af prófessor Steenstrup og hefur því verið álitinn
mjög' sjaldgæfur. — Hieracium alpinum (fjallunda-
fífill) var rnjög algengur þar í fjallinu og kringum
Reyki. Þar staðnæmdist jeg um stund til þess að
aðgæta gróðurinn við laugarnar eða hinar volgu
lindir og dýjavætur, sem nóg var af þar f túninu.
í túnbörðunum kringum laugarnar óx mjög mikið
af brönugrösum (Orchis maculata), í hlaðvarpan-
um óx Ranunculus repens (Skriðsóley) mjög stór-
vaxin; var hún þar alveg í staðinn fyrir liina al-
gengu tún- eða brennisóley (R. acer), og svo var
víðar í fjörðunum og Fljótunum. Af öðrurn plöntum,
sem jeg tók eptir í eða í nánd við laugarnar voru
þessar helztar: Juncus bufonius (1 i n d a s e f) J. arti-
culatus (liðaset), Montia fontanea (lin d arj ur t),.
augnfró (.Euphrasia offcinalis) með óvanalega
stórum blómum, Epilobium alsinefolium (dýjarós) o.
fi. — Yfir höfuð að tala var laugagróður þessi lieldur
fáskrúðugur og margar hinar algengustu laugaplöntur
uxu þar ekki. í heitustu lindinni var 55° liiti C.
Ólafsfjörðurinn eða Ólafsfjarðardalurinn, rjettara
sagt, er mjög grösugur, en ekki er gróður þar að
því skapi fjölskrúðugur. Dalurinn er nokkuð yfir
liálfa aðra mílu á lengd; skerst hann til suðvesturs.
inn í landið og háfjöll báðummegin, að vestan Ólafs-
fjarðarfjall, og Upsastrandarfjöll að austan, sem enda
fremst í Ólafsfjarðarmúla, þverhnýptu hamrafjalli.
Inn úr dalbotninum gengur Lágheiði vestur í Stíflu.
Yzt í dalnum fyrir fjarðarbotninum er Ólafsfjarðar-
vatn og að eins mjótt eiði milli vatns og sjáíar.
Vatnið er all-stórt. Suður at því er flatt grasivaxið
undirlendi fram með ánni, sem í það rennur. Um
Kvíabekk þrýtur undirlendið og úr því má heita að
fjallsræturnar nái saman. Þó er dalurinn all-breiður,