Andvari - 01.01.1893, Blaðsíða 39
33
'valllendisgrundir og þar standa bæirnir í röð fram
með fjallinu. Þar fyrir ofan er brattinn meiri og
fjallið ekki eins gróið. Grundir þessar eru vel lag-
aðar til ræktunar, enda eru hjer stór túnmál og
miklar forngirðingar, er bera ljósan vott um það,
að búsæld hefur verið hjer til forna og búnaður í
bezta lagi.
Jeg gat því miður lítið athugað plöntugróður
þar í Fljótunum, sakir veðurs og tímaleysis. Eptir
að jeg hafði skoðað víðirunnann hjá Brúnastöðum,
hjeldum við í skyndi fram Fljótin og Stífluna og
•ætluðum yfir Klaufabrekkur um kveldið austur i
Svarfaðardal, en urðum svo seint fyrir, að við
neyddumst til að taka okkur náttstað fremst í Stífl-
unni.
Það var sunnudagsmorgun, þegar við lögðum
upp á hinn illræmda fjallveg Klaufabrekkur. Fólkið
var að ríða í smá hópum fram og aptur; sumt kom úr
Olafsfirðinum og ætlaði að Hnappstaðakirkju, aptur
riðu aðrir úr Stíflunni inn í Olafsfjörð til Kvíabekkj-
arkirkju; það horfði ekki í vegalengdina, svo það
leit fremur út fyrir, að það væru hestarnir og »reið-
túrinn«, en prestarnir og kirkjurnar, sem teygðu
fólkið að heiman út í annað eins fúlviðri.
Þegar við komum upp eptir fjallinu, fór að slíta
úr honum fjúk. Fylgdarmaðurinn »missti þá móðinn«
■og vildi hverfa til balca, en jeg aftók það með öllu.
Fjúkið fór vaxandi og að stundu liðinni var komiu
skæðadrífa. Mjer datt í hug, hvort Klaufi gamli
hinn rammi Svarfdæla-draugur væri enn á vakki mm
þessar slóðir, sem við hann eru kenndar, og þetta
veður væri ekki einleikið. En hafi svo verið, þá
má fullyrða, að ekki er rnikið eptir af Klaufa karli,
því við komumst klaklaust upp undir Klaufabrekku-
skarð, að vísu við illan leik og miður óskiljanlegum
3