Andvari - 01.01.1893, Blaðsíða 174
108
innlent ráðaneyti með ábyrgð fyrir alþingi — lands-
dómur).
Vjer höfum nú sýnt fram á, að nýjar breyting-
ar á hinum síðastnefndu meginatriðum með þeim
sjerstöku ákvæðum, sem standa i sambandi við þau,.
eru óhyggilegar og óleyfilegar. Einnig leiðir það
af hlutarins eðli, að næsta endurskoðunarfrumvarp
hlýtur að halda óbreyttum þeim einkennilegu ákvæð-
um, sem leiða af sjerstakleik í afstöðu lands og lands-
högum. Ennfremur er það ósamkvæmt stefnuákvæð-
inu, að láta breytingar enn á ný í þessum þýðing-
arminni atriðum stjórnarskrárinnar, er vjer síðast
höfum rætt um, tefja fyrir þvi, að vjer fáum endur-
bót á því, sem mest ríður á, þar sem því er ekki
þannig varið, að vjer getum fengið hið minna meðan
vjer bíðum hins meira, nema því að eins, að vjer
gefum upp grundvöllinn fyrir kröfum vorum i heild
sinni. Þessi ástæða til þess að taka upp í hið næsta
frumvarp öll sjerstakleg ákvæði neðrideildarfrum-
varpsins frá 1891, er stafa frá sambandinu við eldra
rjett (stjórnarskránni), er ein nœgileg, þó sú trygg-
ing fyrir því, að einmitt þessi ákvæði sjeu heppileg
og haganleg, sem liggur í því, að þeim er haldíð
óbreyttum í breytingarfrumvörpunum þing eptir þing
af fulltrúum þjóðarinnar, væri virt að vettugi. —
Það i innihaldi frumvarpsins, sem eptir er, og sem
komið gæti til greina að hafna eða breyta 1 næsta
frumvarpi, er því sá hluti þess, sem samhljóða er
dönsku grundvallarlögunum.
Því verður nú ekki neitað, að það er harla ólík-
legt, að nákvæm rannsókn á öllum þessum ákvæð-
um, sem eru orðuð eptir dönsku grvl., mundu leiða
til þess álits, að þau væru heppileg og hentugialla
staði fyrir liið íslenzka þjóðfjeiag. Því það er hvort-
tveggja, að þessi lög mega nú þegar kallast orðin,