Andvari - 01.01.1893, Blaðsíða 108
102
\
íslandsráðgjaji sitji eigi í ríJcisrdði Dana, að þvi leyti,
er snertir hin sjerstahlegu málefni landsins«.
Vjer látum oss nægja að taka á þessum stað
fram, að með þessari ályktun hefur konungkjörni
flokkurinn ótvíræðilega rjett fram hendina til sam-
komulags, sem er alveg afdráttarlaust, um það meg-
inágreiningsatriði, er endurskoðun stjórnarskrárinnar
snýst um og fyrir borið var af stjórninni sem aðal-
synjunarástæða í hinni alkunnu augl. 2. nóv. 1885.
Enn fremur, að konungkjörni flokkurinn hefur í stað
þess að þylcjast vilja miðla málum til afsals á póli-
tiskum sjálfstæðisrjetti íslands 1889 gengið í raun og
veru til tilslökunar 1891. Og loks að meðferð alþing-
is i heild sinni á endurskoðuninni 1891, þó að vísu
aðferðir beggja deilda færu á mis, hefur þannig
unnið málinu þá samkomulagsfestu, sem óhult má
byggja á, og þannig hrundið því feti framar til sig-
urs, ef komandi þing og þjóðin sjálf væru einráðin
i að ganga þann veg. — Vjer höfum nú geflð stutt
yfirlit yflr sögu endurskoðunarmálsins fram til þessa
tima, sýnt fram á aðalþráðinn í þessu síðasta tíma-
bili í sjálfstjórnarbaráttu þjóðar vorrar. Vjer mun-
um hjer á eptir leitast við að sýna fram á með fá-
um orðum, hvort, hvers vegna og hvernig Islending-
ar eigi að krefjast rífara frelsis á þeim tíma, sem
fer í hönd.
n.
Það fyrsta sem liggur fyrir að rekja er það,
hverjar í raun og veru sjeu orsakir þess, að íslenzka
þjóðin þarf að krefjast rífara sjálfforræðis yfir höfuð
að tala, án þess fyrst um sinn nákvæmar að ein-
skorða í hverjum mæli þess þurfi að krefjast.
Það eru nú að vísu auðlærð sannindi af hinu lít-
ilfjörlegasta barnaágripi veraldarsögunnar, að frelsis-