Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 23
23
verk. Snell haíði veri'Ö fenginn þangaÖ til a'ð prenta
messubók Uppsalastiptis. 1486 var annar þjýskur prent-
ari kvaddur til Stokkhólms til þess aS prenta messubók
Strengnesstiptis; ýmislegt annaÖ var þar og prenta'ð þá
svo sem bænabækur (brcviaria), og gekk svo til 1496.
VarS þá nokkuð hlé á prentun meðal Svía, og gekk svo
þar til 1519; þá var eitthvað prentað í Uppsölum og
nokkrum öðrum stöðurn, en 1526 er prentsmiðja sett í
Stokkhólmi að tilhlutan Gústafs Vasa til þess að prenta
Nýja testamentið á sænsku, og ur því eykst prentun þar
i landi, en rnikið af þeim bókum er nú glatað. í Noregi
er hins vegar ekkert prentað fyr en 1643, °ú sýnir það
eitt með öðru, hversu þaS land þá var upp á Dani komið,
og sést þar munurinn milli Noregs og íslands í því efni,
því að rneir en hundrað árum áður hafði verið byrjað
að prenta á Islandi. Skal nú reynt hér að rekja aðal-
atriðin úr elstu prentsögu íslendinga, en mart er þar
myrkt og óvíst, því heimildirnar að þessu eru næsta fá-
tækar.
Ekki er hægt neitt um þaS að segja, hvenær íslend-
ingar hafi fyrst kynst prentlistinni, eða hvenær prentuð
bók hafi verið fyrst flutt til íslands. M'ér vitanlega finst
ekkert um það í fornum ritum. En það er engan veginn
ólíklegt, að þangað hafi slæðst eitthvað af útlendum prent-
uðum bókum, seint á 15. eða snemma á 16. öld, svo sem
messubókum, bænabókum, eða skólabókum, en alt slikt
er nú fyrir löngu glatað og hvergi er um það getiS. Á-
stæðan, til þess að prentsmiðja var flutt þangað, var hin
sama og annarsstaðar á N'orðurlöndum, sem sé til þess
að koma á prent þjónustubókum handa kirkjunni.
Eigi verður það árfest með neinni vissu, hvenær
prentsmiðja var fyrst sett á stofn á íslandi. Enginn efi
leikur á því, að það var gert af tilhlutun Jóns Arasonar
Hólabiskups, Hann var kosinn biskup 1523 og settist að