Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 48
46
um, var heimilið orðlagt fyrir gestrisni og höfðingskap,
enda var þar búsæld og afbragðs stjórn á öllu utan húss
og innan. Almennra vinsælda nutu þau hjón að maklegu,
og enginn dirfðist að anda kuldalega í þeirra garð. Þau
hjónin önduðust um 1890 í hárri elli. Séra Matthias
Jochumsson kvað um Ingibjörgu:
f hálfa öld þar hafði svanni
arinn prýddan, ýturvaxin,
og Fljótshlíðar fornan borið
skrúðfaldinn skörulegan.
Glatt var gestum, sem að garði riðu
þar sem með svanna Sigurður bjó
og í sal sátu horskir sveinar
við ibúsælt borð beztu hjóna.
Brosir bær á Barkarstöðum
sem brúðfaðmur brautfarendum.
Síðan 1880 hefir búið að Barkarstöðum Tómas Sig-
urðsson, sonur þeirra þjóðkunnu hjóna. Hefir búskap-
urinn undir hans stjórn verið rekinn með sörnu atorku
og áður, enda hefir Tómasi tekist að halda uppi rausn
og veglyndi foreldra sinna um fimtíu ára skeið. Hafa
Barkarstaðir einnig á lians tíð verið höfuöból og húsbónd-
inn höfðingi sveitarinnar. Nú er búið að leiða rafurmagn
úr fossinum fyrir austan bæinn inn í húsin á Barkarstöð-
um.
All-langa bæjarleið vestur með hlíðinni er Árkvörn,
góð jörð og fögur. Þar er lækur rétt við bæjarvegginn,
sem 'búið er að beisla á sama hátt og ána hjá Barkar-
stöðum. Á bernskuárum mínum bjó Páll Sigurðsson,
alþingismaður Rangvellinga í Árkvörn, sat hann á hinum
fyrstu þingum þjóSarinnar eftir endurreisn alþingis. Páll
. var gáfumaður mikill, fróður að fornu og nýju, einkar vel
að sér i sögu þjóðarinnar og ritfærari en flestir al])ýðu-
menn. Vel var hann mál farinn, fljótur til svars og orð-