Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 66
64
eitt ár, fluttu þaðan til Gimli og voru þar eitt ár; frá
Gimli fluttu þau á heimilisréttar land, sem þau námu 3
milur suöur irá Gimli og bjuggu þar i 3 ár. Fluttu þaö-
an til Selkirk og bjuggu þar til haustsins 1897 aÖ Búi
flutti hingað til Winnipegosis, en kona hans varð eftii
í Selkirk, var þar um veturinn en flutti hingað um vorið
1898. Fyrsta veturinn, sem Búi fiskaði á þessu vatni var
hann til heimilis hjá ÞórSi Jónssyni og Guðbjörgu lconu
hans, sem þá höfðu vetrar heimili sitt á tanga þeim, sem
nefndur er Waite Point, 50 mílur hér norður með vatn-
inu. En veturinn 1898 hafði hann verstöS sína á Robin-
son’ Point, 20 mílur hér norður frá bænum, og var þar
víst jafnan meðan hann fiskaði hér á vetrum. Þennan
vetur var líka á Robins.on’s Point, Baldvin Árnason
("Anderson) kafteinn, alment nefndur svo og víða þektur.
Baldvin stundaði þar greiðasölu fyrir þá, sem fluttu fisk-
inn til markaðar og aðra ferðamenn, sem bar þar að
garði. Flann flutti þaðan skömmu síðar til Gimli eða
Selkirk. Mér er ókunnugt um ætt Baldvins; get hans
að eins i þessum þætti, fyrir það að hann var nábú Búa
á Robinson’s Point og sambýlismaður hans áður, árið sem
Búi átti heima á Gimli. Baldvin mun nú vera norður við
Hudsons flóa. — Búi bjó stórbúi bæði til lands og sjávar
á Skaga og Núpi í Dýrafirði, sem getið er hér að framan
og gat litið björtum augum á búskaparframtíð sina á ís-
landi. En árferðið á níunda tugi síðustu aldar skaut
mörgum íslending, þó hraustur væri, skelk í bringu. Búi
var einn af þeim, sem þoldi ekki að sjá skort í búi, seldi
því bú sitt, og flutti eins og áður er sagt til þessa lands.
Saknaði þess þó sárt að hafa yfirgefið föðurland sitt og
æskustöðvar sínar, Dýrafjörðinn. Búi og Þorlaug eign-
uðust 13 börn, 6 af þeim náðu fullorðins aldri og eru þau
talin hér eftir aldri: 1. Jónína, fædd 1. janúar 1871, gift
14. febrúar 1906, A. Moyer, þau ibúa hér í bygð. Þau